Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Síða 109
47-
misreiknar eitthvað eða hann verður sœllífur. Or-
sakirnar er til þess geta verið, kafh, tóbak, brenni-
vín, fjárglœfraspil, kvennafar, — allt þetta eða
eitthvað annað,—gjörir ekkert til. Tilgangurinn
er að jafna milli hans og annara. — Láta hann
ekki fara of langt á undan öðrum.
Einhver þjóð kemst langt á undan öðrum —
verður stór og voldug eins og Róm til forna. Ef
hún héldi svo áfram, mundi hún leggja undir sig
allan heiminn. En það skeður ekki. Náttúran
kemur til sögunnar og byrjar á sínu jöfnunar verki.
Leiðtogar þjóðarinnar verða sællífir ólifnaðarseggir
—fólkið tekur eftir og verður það líka. Þá er spilið
unnið. Eyðileggingin kemur sem óboðinn gestur
og tekur að sér völdin!
Einstaklingurinn fylgir sömu lögum og heild-
irnar. Ósjálfstæði ungbarnsins, vaxtar ár ung-
lingsins, þroski, starfsemi og þrautseigja fullorðins
áranna, barátta og sigur miðtímabilsins, svo kem-
ur hnignun,sérhlífni, leti, sœllífi, eyðslusemi, ör-
byrgð og lasleiki. — Jöfnunar áhrifin eltu hann eða
hana alla leið.
Aðeins fá örfáir staðist gegn þessum jöfnunar
áhrifum, og haldið öllu sem þeim hefir unnist til
enda.
Svo skaparinn hefir sérstakt brúk fyrir kaffi,
tóbak og áfengi, til að jafna um þá, sem líklegir
hefðu verið að komast lengra en hinir —of langt á
vegi velmegunar og vellíðunar svo fjöldinn verði
ekki of langt á eftir þeim.
Og þá verðum vér að játa, að skaparinn hefir
sett manninum á sjálfsvald hvort hann vildi heldur
standa og segja við sjálfan sig: ,,Ég skal ekki selja
fœðingarrétt minn fyrirmunað.“