Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Page 111
Guglielmo Marconi.
Það eru aðeins 5 ár síðan almenningur heyrði
fyrst getið um Marconi. Vísindamenn höfðu aub-
vitað þekkt hann sem ungan mann er vœri að
lialda áfram starfi ,,Hertz“ og eftir komenda hans.
Þegar hann gjörði hina fyrstu gagnlegu tilraun með
hraðskeyti á stuttuin vegi án víra, tóku blöðin að
hljóma frægðar sögur um hann um allan heim. Nú
er hann sá maður sem talað er við af flestum.
Fregnritar elta hann á röndum, og varla líður sá
dagur að hann sé ekki heimsóttur af einhverjum.
Þegar þú mœtir honum í fyrsta sinn, finnur þú
aö hann er ekki vingjarnlegur maður. Samt finn-
ur þú að hann vill ekki hrinda þér frá sér, aö hann
vill máske gjöra fyrir þig allt er hann getur. Blöð-
in minnast á hann sem ,,inn unga Engelsk-ítala, “
sem hafi gjört eitthvað mikið er ekki verði vei út-
listað. Að nefna hann ,,engelsk-ítalskan, má
duga í pólitískum skilningi, en það er naumast rétt
eftir því er liann birtist persónulega. Italskt blóð
rennur í æðum hans það er víst, en hann er enskur