Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Síða 99
37-
),Konan slcppi\ Guö hjálpi þér! kLíöur hún þá
ekkert? Líklega ekki! Veit karlmaðurinn hvað
það er, að ganga með föðurlaust barn? Veit hann
hvað móðirin líður á þeim tíma? Þekkir hann
allar þœr þjáningar sem því eru samfara,—Sérhvern
kvalastyng, sem veröur þúsundfalt sárari fyrir það,
að hún veit sig yfirgefna, fyrirlitna, vinalausan ein-
stæðing, þegar vinirnir ættu að vera trúastir og ein-
lœgastir, ókysst og óhughreyst, þegar elskhuginn
œtti að kyssa innilegast og hugga og hughreysta oft-
ast og alvarlegast. Þekkir hann hinar ofboðslegu,
óeðlilegu ofsækjandi, ógnandi myndir, sem læðast
upp úr örvæntingardjúpinu og telja hana á—nei
ógna henni ef hún ekki losi sig við hina óttalegu á-
byrgð. Og þegar nú leyndardómurinn, sem hún
sökum einstœðingsskapar síns og fyrirlitningarinn-
ar, sem honum undir þessum kringumstæðum er
sainfara, hélt leyndum meðanhúngat—verður upp-
vís, og hún elur afkvæmi sitt með náttúrlegum
þjáningum. Fœðingin—þetta óttalega augnablik,
er sál hennar hryllti við, af því að því fylgir opim
berun leyndarmáls hennar, ásarnt endurminningum
um sælli tíma,þegar unnustinn ineð hunang á vörum
en höggormseitur í hjarta, lofaði öllu fögru og sór
henni eilífar tryggðir. Unnustinn, sem nú er skrið-
inn í felur og hefir máske hrakið hana frá sér með
brigslyrðum og fyrirlitning, þegar hann vissi um af-
leiðing ástaratlota sinna. — Opinberun, sem hana
hryllir við af því að henni er sainfara smán og á-
byrgö, sem enginn ber með henni, ásamt beiskj-
unni, sem œfinlega er samfara sviknum vonum og
svívirtri ást. Og allt þetta, meðan líkaminn að lög-
um náttúrunnar engist sundur og saman af kvölum