Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 5
OSWALD SMITH: samkomunnar í kvöld. En ég hratt honum bara frá mér, og þá gaf hann mér þessa hvítu rós. Ég vildi ekki þiggja hana, fyrst í stað, vegna þess að hún var ímynd einhvers, er ég hafði glatað. En svo varð ég að taka við henni. Hún var alveg eins og hvíta rósin, sem móðir mín gaf mér fyrir fimm árum er ég fór alfarin að heiman. Þá rétti hún mér uppáhalds rósina sína. Þegar ég tók svo við þessari rós í kvöld, af þessum ójrekkta manni, heyrði ég rödd móður minnar, eins og hún talaði til mín, er hún kvaddi mig á þröskuldi æskuheimilis míns: „Ellen barnið milt, þú ferð að heiman frá móður þinni, og á móti vilja hennar, til þess að fara einsömul út í hinn synduga heim. Ég óttast ákaflega hið synduga líf. Þegar þú ert komin langt, langt í burtu frá mér, og þú sérð 'hvíta rós bera fyrir þig, minnztu þá þessarar skilnaðargjafar móður þinnar. Hvorki að nótt né degi skal ég gleyma því að biðja þess að Guð sendi þig frelsaða heim til mín aftur.“ Þessi hreina, hvíta rós vakti mig í kvöld til um- hugsunar. Ég varð sannfærð um, að ég yrði að finna veginn, svo fremi að hann væri opinn fyrir mig. Herramaðurinn sagði við mig, að það væri einhver, sem vildi hjálpa mér. Haldið þið, að hann vilji taka að sér syndara eins og mig?“ Það var ekki erfitt að svara þessari spurningu. „Komið nú og eigumst lög við“, segir Drottinn. „Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sern purpuri, skulu þær verða sem ull.“ (Jes. 1,18). „Þvi að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Jóh.3,16). Ilún hlus*aði moð vakandi ef'irmkt, meðan ég fór með þessi biblíuvers, sem hér hafa verið til- færð. Því næst brast hún í grát og féll svo á kné. Hún stóð síðan upp, sem ný sköpun í Jesu Kristi. Fyrsta hugsun hennar var, að fara heim til móður sinnar. „Árin liðu“, sagði trúboðinn, „en þessi stúlka, sem rifin var þetta kvöld út úr gini sjálfsmorðs- andans, lifði trúföstu lífi með Jesú Kristi frelsara sínum, og vi'naði jafnan um frelsandi kraft náðar hans. Aldrei þreyttist hún að þakka fyrir hvítu rósina, sem óþekktur maður rétti henni.“ Tekið úr „Gospel Herald“. Há n lók sér tíma Þú segir að þú hafir ekki tíma, og sért svo önn- um kafinn í því að starfa fyrir Guð, að þú hafir jafnvel ekki tíma til þess að bíða eftir honum. Jæja, Súsanna Wesley hafði einnig mikið að gera. Vissir þú að hún átti 19 börn og í þann tíð voru engir skólar. Hún varð að kenna börnum sínum. Hún gat heldur ekki farið í búðir og keypt klæðnað handa þeim. Sjálf varð hún að sauma utan á börnin, og einnig varð hún að sjá um þeirra daglega viðurværi, svo að það má nærrri geta að hún hafði nóg að gera og þurfti mikið að taka til handargagns. Samt sem áður hafði hún tíma til bæna. Klukkan eitt á hverjum degi fór hún inn í svefnherbergið sitt, lokaði dyrunum og notaði tímann til klukkan tvö, í einrúmi á knjánum frammi fyrir Guði. Ekk- ert barnanna þorði að trufla hana á þessum tíma. Þau vissu öll hvað hún var að gera. Er það þá undrunarefni að Súsanna Wesley gaf heiminum menn slíka sem John og Charles Wesley? Hún gerði sér fulla grein fyrir því, hvaða þýðingu það hafði að eiga einverus'undir með Guði. Vinur minn, ef Sússanna Wesley, eins önnum kafin og hún var, móðir 19 barna, gat tekið sér tíma til þess að vera í kyrrð frammi fyrir Guði, þá er vísast að bæði þú og ég á þessari tækniöld og hjálpargagna, gæ!um gert hið sama. Við fáum kannski aldrei tíma, en við verðum að taka okkur tíma. Og ef við tökum ekki þann tíma, sem þarf til bænagjörðar og kyrrðar, munum við ábyggi- lega ekki gera ncitt stórvægilegt fyrir Guð. Það er á þann hátt sem við kynnumst vinum okkar, við tökum okkur tíma lil þess að hitta þá eins og við á. Eitthvað þessu líkt er það, hvað snertir Jesúm Krist. Það er ákaflega mikilvægt, að þú takir þér tíma ef þú vilt kynnast honum. Þú mættir Kris'i þegar þú frelsaðist, en ef þú hefur ekki gefið þér tíma til þess að kynnast honum nánar, munt þú aldrei þekkja hann sem vera ber. 5

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.