Afturelding - 01.03.1970, Page 6
Opið bréf til Kieml -frá Guði-
fyrir munn Esekíels spámanns
1 tímarúinu „Troens Bevis“ (Sönnun trúarinn-
ar), í marzmánuði 1969, skrifar Aril Edvardsen
ritsljóri grein >þá, sem hér verður endursögð á ís-
lenzku. Geta ber þess, að á nokkrum stöðum vitn-
ar þýðindi lil ýtarlegri heimilda, en höfundur ger-
ir, (bæði í Heilagri ritningu, yfirlýsingu Gagarins
fyrsta geimfara Rússa og reynslu Bandarikjamanna
í sambandi við kjarnorkutilraunir þeirra á Kyrra-
hafi. Allt þetta eru öruggar og vel kunnar heim-
ildir). Greinarhöfundur segir strax í upphafi:
Áslandið í Mið-Austurlöndum er að verða tví-
sýnna og alvarlegra með hverjum degi sem liður.
Og að vonum spyrja menn, hvað verður úr þeirri
dökku bliku, sem dregið hefur upp á sjóndeildar-
hringinn austur þar? Biblían gefur okkur svarið
við því. Einkum Esekíel spámaður, í köflunum
38. og 39. bókar sinnar. Þar skrifar Guð „opið
bréf“ til Kreml. Guð býður spámanninum að spá
gegn Sovét. Boðskapurinn höfðar til athygli allra
manna, kallar okkur til þess að hlusta, hlýða á,
hvað hann, sem situr á himni, hefur að segja.
Biblían segir: „Manns-son, snú þér gegn Góg
í Magóglandi, höfðingja yfir Rós, Mesek og Túbal,
spá gegn honum og seg: Svo segir Herrann Drott-
inn: Ég skal finna þig, Góg, höfðingi yfir Rós,
Mesek og Túbal“ (Esek. 38, 2—3).
Þú veizt það, Kreml, að þessi orð eru árituð til
þín. Því að áður en síðari heimsstyrjöldin brauzt
En ef þú hefur kynnzt honum og ert í vinfengi
við hann, þá getur þú án tafar í erfiðleikum þín-
um snúið þér til hans, og hann mun bænheyra þig.
Það er ekkert eðlilegra og sjálfsagðara en trúa
honum fyrir öllu. Þess vegna verður þú að taka
þér þann tíma, ef þú vilt kynnast honum nánar.
Endursagt úr ,,Ekko“. Garðar Loftsson.
út, fluttir þú út vörur úr landi þínu, sem báru
vörumerkið: „Made in Gog“. Þannig hafðir þú
sjálf sagt heiminum, hver þú værir. Þú veizt, að
„Rós“ þýðir Rússland, „Mesek“ Moskva og „Tú-
bal“ Túbolsk. Á síðari árum hefur þú þanið þig
út og víkkað umráðasvið þitt bæði mót austri og
vestri, allt frá Tékkóslóvakíu til Kyrrahafs. Marg-
ar þjóðir hefur þú Iagt undir drottinvald þitt. 1
dag ertu orðin stórveldi og hefur ægilegt herveldi.
En heyr nú, Kreml. ísraels Guð vill ná tali af þér.
Gefðu því gaum, sem hann vill segja við þig. Hann
er bermáll, þegar hann hefur mál sitt: „Ég skal
setja króka í kjálka þína og leiða þig út, ásamt
öllu herliði þínu.... Gómer og allir herflokkar
hans, Tógarma-lýður, hin yzta noðurþjóð, og allir
herflokkar hans, margar þjóðir eru í för með þér“
(kafli 39,4).
„Bú þig út og ver viðbúinn, þú og allar her-
sveitirnar, sem safnazt hafa til þín, og ver þú
yfirmaður þeirra. Eftir langan tíma munt þú út-
boðsskipun hljóta“ (v. 7—8).
Þú veizt það vel, Kreml, hvað er átt við með
orðunum „króka í kjálka þína“. Á þessum krók-
um verður þú dreginn til Mið-Austurlanda, þú og
hersveitir þínar. Þú veizt það vel. Einn af þessum
„krókum“ er Nasser einvaldur Egyptalands. Ann-
ar er Sýrland. Þriðji írak. Þú hervæddir þessa alla
á árunum 1954—’56, með hervopn frá Tékkó-
slóvakíu. Jafnframt gafstu þeim loforð um, að þú
skvldir standa við hlið þeirra og hjálpa þeim í
átökunum við fsrael. En þessi loforð þín sveikstu
fullkomlega og horfðir á ísrael knosa Egypta á
Sínaískaga (1956). En svo hófstu að hervæða þá
að nvju með enn meiri vopnabúnaði. Þá styrkir
þú þá einnig á þingi Sameinuðu þjóðanna, með
nei'nnarvaldi þínu. En þér láðist að taka með í
útreikninga þína, það sem Guð segir fyrir munn
6