Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 8
er fullkominn og alger ósigur þinn, sem er að nálgast. J*ú hefðir átt að læra af sögunni og minn- ast þess, að ekkert stórveldi, hversu öflugt sem það hefur verið, sem barizt hefur á móti Guðs lýð, Israel, hefur staðizt. Það ætti að vera nóg að minna þig aðeins á Hitler. Þao er hugsanlegt að ísrael geri skarpt áhlaup á Arabana enn einu sinni, áður en þú grípur inn í leikinn, því að enn erlu harla hrædd við USA (Tarsiseyjar Vesiursins). liiblían segir, að þegar þú ræðst inn í ísrael, þá verði bæði Persía og Klíópía í för með þér, en þau lönd eru ekki ennþá oruin á valdi kommúnislastefnunnar. En byltingin virðist ekki langt undan í báðum þessum löndum. Heyrðu hvað Israels Guð segir um þig, Kreml: „ETtir langan tíma munt þú ú.boðsskipun hljóta, á síðustu árunum munt þú koma inn i það land, sem aflur er unnið undan sverðinu, til þjóðar, sem sainað hefur verið saman frá mörgum þjóðum á ísraels fjöll, sem stöðugt hafa í eyði legið, já, frá þjóðunum var hún flutt og nú búa allir öruggir. Þá munt þú brjó;ast fram sem þrumuveður, koma sem óveðurský, til þess að hylja landið, þú og allir herflokkar þínir og margar þjóðir með þér. Svo segir Herrann Drottinn: Á þeim degi munu illar hugsanir koma upp í hjarta þínu og þú munt hafa illar fyrirætlanir með höndum og segja: Ég vil fara í móti bændabýlalandi, ráða á friðsama menn, sem búa óhultir, þeir búa allir múrveggja- lausir og hafa hvorki slagbranda né hlið, til þess að fara með rán og rifs, til þess að leggja hönd þína á borgarrústir, sem aLur eru byggðar orðn- ar, og á þjóð, sem saman söfnuð er frá heiðingj- unum, sem aflar sér búfjár og fjármuna, á menn, sem búa á nafla jarðarinnar“ (Esek. 38,10—12). En þegar þú ræðst á Israel, þá mun það, sem þú óttast, koma yfir þig, Kreml. Bandaríkin og Vesturveldin, munu rísa móti þér. Biblían kallar þá þjóðfylkingu „Seba og Dedan og verzlunar- menn fró Tarsis“ (Esek. 38,13). Þú ættir að vita, að þessir síðastnefndu standa alltaf sem táknmynd upp á eyjar hinna vestrænu þjóða. Og „verzlunar- mennirnir" og „kaupmennirnir" frá Tarsis eru einmitt hinn svo kallaði „kapitalismi", sem þú ert alltaf með á vörunum. Sennilega muntu gera ógnþrungna flugárás á ísrael, samfara öflugu vígvélaáhlaupi herja þinna á jörðu, því að svo segir í hinu opna bréfi til þín: „Þá munt þú brjótast fram, sem þrumuveður, koma sem óveðurský, til þess að hylja landið, þú og allir herflokkar þinir og margar þjóðir með þér (Esek. 38,9).... og fara á móti lýð mínum ísrael eins og óveðursský, til þess að hylja landið. Á hinum síðustu dögum mun ég leiða þig móti landi mínu, til þess að þjóðirnar læri að þekkja mig, þegar ég auglýsi heilagleik minn á þér, Góg, fyrir augum þeirra (Esek. 38,16). í hálfa öld hefur þú, Kreml, afneitað Guði, með guðleysiskenningum þínum. Til dæmis um það, sagði fulltrúi þinn í geimferðum, er fyrstur flaug mönnuðu geimfari umhverfis jörðu, með síorkandi fyrirlilningu, er hann kom aftur til jarðarinnar, að hann hefði hvergi orðið var við Guð á ferðum sínum. Síðar sagði hann með sama storkunaranda: „Sannur kommúnisti biður ekki til Guðs.“ Eins og það væri eitt'hvað að hrósa sér af! Einkennilegt, að Guð hefur valið ísraels fjöll til þess að svara öllum þessum guðlausu storkunarorðum þínum á, og láta dóminn falla yfir þig. Því að hann segir í hinu opna bréfi til þín, Kreml: „En þann dag, daginn sem Góg fer á móti ísraelslandi, segir Ilerrann Drottinn: . .. . í minni brennandi heift, tala ég það.... Á öllum fjöllum minum vil ég kalla á sverðin í móti honum, segir Herrann Drott- inn hersveitanna, eins sverð skal vera á móti öðr- um. Og ég vil ganga í dóm við hann með drepsótt og blóðsúthellingu, með dynjandi steypiregni og haglsteinum, eldi og brennisteini vil ég rigna láta yfir hann og yfir hersveitir hans og yfir margar þjóðir, sem með honum eru. Og ég vil auglýsa mig dvrlegan og heilagan og gjöra mig kunnan í aug- sýn margra þjóða, til þess að þær viðurkenni, að ég er Drottinn“ (Esek. 38,18—19; 21—23). Kreml, þú ættir að skilja, að „eldurinn og brenni- steinninn“, sem hér er talað um, er auðvitað eldur sá, sem kviknar með kjarnorkustyrjöld, þar sem beitt er eldflaugum, sem hlaðnar eru kjarnorku. Og „haglsteinarnir" verða bara endurtekning á því, sem bar við á Kyrrahafi, þegar Bandaríkja- menn sprengdu kjarnorkusprengjurnar þar. Er hit- inn frá sprengjunum sté upp í allt geimloftið, kældist heit gufan og fraus. Síðan féll hún niður aftur, umbreytt í stóra haglsteina. Nokkur mann- 8

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.