Afturelding - 01.03.1970, Síða 16

Afturelding - 01.03.1970, Síða 16
UPP °8 fór a® klappa saman höndunum. í fyrstu þorði maður hennar ekki að trúa að þetta væri satt. En brátt var þögnin rofin af hinum mörgu sjónar- vottum. Og þegar kristniboðinn, ásamt trúbræðrum sínum, byrjaði að syngja söng á tamil-máli, er hljóðaði um það, að Jesús Krismr væri hinn sami í gær og í dag og um eilífð, tók konan undir af öllum mætti. Þetta var enn stórkostlegra í augum allra, vegna þess, að áður en hún dó, vissu allir, að hún var búin að vera lömuð í tvö ár. Hægri hliðin hafði alveg verið lömuð. Hún hélt áfram að klappa höndunum. Síðan stóð hún upp. Fólkið fór að hrópa Jesú nafn, svo að það bergmálaði í hæðun- um. Olýsanlegt krafiaverk hafði skeð! Jarðarförin eða bálförin snérist þegar í vakn- ingarsamkomu. Fólkið varð gagntekið, þegar það heyrði fagnaðarerindið um Jesúm, Guðs son, og tók óðara við hjálpræðinu í hjörtu sín. Þegar þessi mikla frétt barst til Finnlands, tók blaðamaður í Helsingfors sig til og skrifaði til Eluvaitivu (nafn eyjarinnar, er atburðurinn gerðist á), og spurði hvort þessi atburður hefði raunveru- lega gerzt. Höfðingi eyjarinnar svaraði bréfi blaða- mannsins. Bréf hans er harla merkilegt og hljóðar þannig: „Ég undirritaður, Sinnathamby Periathamby (borið fram: Vidhan), nú á eftirlaunum, sem höfð- ingi á eynni Eluvai.ivu, vil gefa þessa yfirlýs- ingu: í fyrstu viku júnímánaðar 1961 kom krisíni- boðinn T. L. Yrjölá, ásamt skipstjóranum á bátn- um „Ebenezer" til eyjar okkar. I fylgd með þeim voru nokkrir menn fleiri, sem eru samstarfsmenn kristniboðans í þessu verki Drottins. Þeir reistu tjald í garði mínum til að halda samkomur í. Um þessar mundir var frænka mín, Sivakanis, mjög þungt haldin af veikindum. Hún hafði verið lömuð í rúm tvö ár. Hún hafði engan bata fengið, þrátt fyrir margvíslegar tilraunir, er gerðar höfðu verið á henni á sjúkrahúsum. Loks var liún send heim, enda talin með ólæknandi sjúkdóm. Sama dag og trúboSsbáturinn tók höfn í eynni, dó hún. Stuttu á ef.ir að frænka mín dó, var mér falið að undirbúa jarðarförina. Eg sendi boð til ætt- ingja hennar í Jaffna og nálægra eyja. Á meðan steig kristniboðinn T. L. Yrjölá á land og kom til heimilis hinnar lálnu. Með honum komu Spencer kennari og Devakani forstöðumaður. Yrjölá kristni- boði bað langa stund, og var bænin túlkuð. Hann hélt áfram að biðja mjög ákaft þangað til tárin runnu niður kinnar hans. Svo tók hann á slagæð hinnar dánu konu. Efiir litla stund hrópaði hann: „Ég finn æðaslátt, biðjið öll með mér.“ Flestir þeirra, sem þarna höfðu safnazt saman, þegar þeir heyrðu harmagrá.inn, beygðu nú kné sín og tóku þátt í bæninni. Um leið og kristniboðinn endaði sína löngu bæn, opnaði frænka mín augun og andaði djúpt. Fyrir hvatningu og uppörvun kristni- boðans fór hún þegar að lofa Guð. Jafnhliða fór hún að hreyfa hægri handlegg og fót, sem hún hafði ekki getað undanfarin ár. Allir viðstaddir fylltust undrun. Og hlustuðu svo með mikilli andakt á prédikunina, sein haldin var á eftir í hcimilinu. Margir þeirra komu síðan á tjaldsamkomurnar, sem lialdnar voru næstu daga. Við erum öll þakklát almáttugum Guði fyrir þetta undursamlega fagnaðarerindi, sem boðað hef- ur verið á eyju okkar. Sinnathamby Periathamby, Eluvaiíivu, Kayts.“ Þannig hljóðaði bréf höfðingjans. Eitt sinn, er ég fékk tækifæri að heimsækja Ceylon, átti ég viðtal við inarga innfædda, sem s'.aðfestu það sem sannleika, er hér hefur verið sagt frá. Ég hef einnig talað við Yrjölá kristni- boða. Sagði hann mér þá frá tveimur öðrum dæm- um um það, er fólk liefði risið upp frá dauðum. Það gerðist, er hann var kristniboði í Kína. Og nú er hann ferðbúinn (í sept. 1969) til að halda á ný til Ceylon. Þar bíður kristniboðsbát- urinn Ebenezer eftir honum, sem liggur við festar í höfninni í Jaffna. Þaðan ætlar haann að sigla honum til Indónesíu, og ferðast á honum á milli hinna mörgu eyja þar. Sem kunnugt er, þá er mikil vakning í Indónesíu. Vakning sú einkennist af miklum undraverkum, sem opinberast daglega þar. Frá þessu segja kristniboðar, sem eru nýlega komnir heim þaðan til Norðurlanda. Jafnvel dauðir hafa risið þar upp, sem sönnun upp á það, að Jesús er Guðs sonur. Endursagt úr ,,Dagen“. 16

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.