Afturelding - 01.03.1970, Síða 18

Afturelding - 01.03.1970, Síða 18
Endurko/na Drollins. Aniiinn féll yfir mig á bænasamkomu, og var ég hrifin í Anda, og heyrði allt í einu háan og sterk- an básúnuhljóm. Eg sá Drottin Jesúm Krist — hjúpaðan björtu skýi — stíga niður frú himnum. Eg sá margar grafir opnast, og þeir sem dánir voru í Kristi risu upp, lii að mæta Drottni í ioflinu. Eflir það sá ég þá sem eftir lifðu, og voru i Kristi, lirifna upp til að mæ.a honum einnig í loflinu. Miklir skarar af íbúum jarðarinnar voru eftir skildir. Strax eflir að burthrifningin hafði átt sér stað, sá ég þá sem höfðu orðið eftir hér niðri, fara í kirkjugarðana til að rannsaka grafirnar, sem með krafti Guðs höfðu opnazt. Stórir skarar af fólki — fátækir og ríkir — söfnuðust saman og ræddu um það, sem borið hafði við. Mæður grétu yfir burt- horfnum börnum sínum, menn fylltust örvæntingu yfir konum sínum og fjölskyldum, sem horfið höfðu — og konurnar yfir mönnum sínum sem horfnir voru. Það var stór hópur af fólki, og háreistin í þeim skar í eyrun. Margir grétu yfir hjartaharðúð sinni og vantrú liðins tíma, og vegna þess að þeir höfðu hafnað Orði Guðs. Ég sá marga presta með allskyns jáln- ingar, og sá hryggð á ásjónum þeirra, sumir reyndu að hugga fóikið. Svo fóru söfnuðirnir að atyrða presta sína, sem höfðu hlustað á prédikanir þeirra. Þeir börðu þá og spurðu hvers vegna þeir hefði ekki verið hrifnir með þegar Drottinn kom? Það var greinilcgt að margir óskuðu þess nú að þeir hcfðu hlýtt orði Guðs. Og margir sem höfðu verið í andstöðu við kenningu þeirra burthrifnu iðruðust þess nú að hafa ekkert gert með sannleika þess. Svo voru enn aðrir sem glöddust augljóslega yfir hvarfi Guðs barna, og reyndu að villa fólki sýn, með því að segja: „Það var djöfullinn sem hreyf þá burt!“ FráfalliS mikla. Nú breyttist sýnin. Ég sá fólk halda áfram venj- um sínum og skemm'analífi. Þeir virtust vera búnir að gleyma upphrifningu Guðs barna. Um allt sá- ust skcmm'is'aðir, upplýs’ir með marglitum Ijós- um, og fjöldi fólks dreif þangað. Stór auglýsinga- spjöld héngu utan á veggjunum, og fyrir innan voru ungir menn og ungar stúlkur reykjandi — og sem spiluðu á spil — og var ósiðlega klætt. Margar kirkjur voru gerðar að skemmtistöðum og drykkjukrám. Aðeins fáar voru eftir skildar og notaðar áfram til að boða Guðs orð í þeim og ég lieyrði preslana hvetja söfnuðinn til að vera trú- fasla og undirbúa sig fyrir að líða vegna Drottins Jesú Krists. Stundum heyrðist hljóma kröftugt amen frá einum og einum. En frá öðrum heyrðust blótsyrði og hæðnishlátur. Flestir gengu inn í kirkj- una með höfuðfölin, reyktu eða lásu dagblöðin ólruflaðir, meðan á guðsþjónustunum stóð. Það sáust engin kvöldmáltíðarborð lengur, því það hafði Droltinn boðið að þess yrði neytt til komu sinnar. Og þar sem hann hafði þegar komið, var kvöldmáltíðarborðið horfið. Vilnin tvö. Ef.ir þetta fylgdi mikið þrengingartímabil. Um leið sá ég tvo menn sem voru vitni Guðs. Annar þeirra var eldri maður, hvíthærður, hinn var mikið yngri, með dökkt hár. Báðir voru klæddir síðum, dökkum skikkjum úr striga. Þeir voru hetjulegir á að líta. Báðir höfðu belti um lendar sér og Biblíu í höndunum. Hin fögru andlit þeirra Ijómuðu af undursamlegum friði. Vitni þessi gengu um meðal fólksins og vitnuðu fyrir því um að hræðilegir tím- ar væru framundan, og sögðu að eini vegurinn til frelsis héðan í frá, væri vegur þjáninga, og fólk yrði að halda út vegna Drottins Jesú Krists. Þeir minntu fólkið á hvernig ]iað hefði verið varað við gcgnum aldirnar, og það hefði Iesið Guðs orð á dögum Nóa, og sögðu að ennþá meiri þjáninga- tímar væru framundan. Sumir trúðu þeim, en flestir hlógu að því sem þeir sögðu og ofsóttu eða deyddu þá fáu sem trúðu. Margir þeirra sem tóku við boð- skapnum voru pyndaðir til dauða, og þeir fögnuðu mitt í þjáningum sínum vegna Krists, því að þeir trúðu orðum vitnanna um gleðina sem biði þeirra sem sigruðu. Aðrir sem tóku við trúnni voru varð- veittir undir krafti Guðs frá því að vera deyddir, og gengu sjálfir um kring og boðuðu Guðs orð. Vi'nin tvö héldu áfram að aðvara og uppörva þjóðirnar, en að nokkrum tíma liðnum hrópuðu þeir til Drottins, og báðu um hungursneyð yfir fólkið, og um leið brunnu kornakrarnir upp af Framhald á bls. 20. 18

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.