Afturelding - 01.03.1970, Síða 19
DIKAUMUtt. OPAADI AlCiU IIAMS
„Þegar ég sé blóðið mun ég ganga framhjá yður,
og engin skæð plága skal yfir yður koma.“ Þetta
var sagt við ísraelsþjóðina. Til þess að forðast
hina skæðu plágu, sem koma átti yfir Egypta, áttu
þeir að fórna lambi. Björgunin var fólgin i þessu
trúarskrefi. Hið slátraða lamb var fyrirmyndin upp
á Krist, sem varð að gefa lif sitt til launsargjalds
fyrir sálir okkar.
í Jóhannesarbréfi stendur: „ef við játum syndir
vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann
fyrirgefur oss syndirnar og blóð Jesú Krists Guðs
sonar, hreinsar oss af allri synd.“ Og i Hebrea-
bréfinu stendur, að „án úthellingar blóðs er engin
fyrirgefning.“ Enn fremur lesum við í Opinberun-
arbókinni, að „hann, Jesús, hafi leyst oss frá synd-
um vorum með blóði sínu.“ Óviðjafnanlegur sann-
leikur fyrir hvern þann, sem vill taka á móti boð-
skap hjálpræðisins!
í Opinberunarbókinni lesum við, að þeir hafi
þvegið skykkjur sinar og hvítfágað þær í „blóði
lambsins“. Þetta ber að skilja þannig, að þeir
hafi fengið hreinsun hjartna sinna frá syndinni.
Þess vegna stóðu þeir frammi fyrir hásæti Guðs.
Það var maður nokkur i byggðarlagi okkar, sem
dreymdi draum. Hann dreymdi, að hann fengi
reikning, sem sýndi allar syndir hans. Reikningur-
mn var ofboðslega hár, svo honum fannst eng-
inn möguleiki fyrir sig að greiða hann. Meðan
hann var að hugsa um þetta, að þetta væri sér með
ollu ákleyft, þykir honum Jesús opinberast rétt
hjá sér. „Ég skal hjálpa þér með þessar skuldir
þínar og kvitta reikninginn,“ sagði Jesús. Maður-
inn fór að reyna að útvega honitm blek og penna,
en þá sagði Jesús við hann: „Þess þarftu ekki, því
að ég sé um þetta.“ Maðurinn tók þá eftir því að
Jesús var með flösku með vökva í sem bar rauðan
vökva. Því næst dýfði frelsarinn penna niður í
flöskttna og skrifaði nafn sitt á reikninginn. Nafnið
var sem það væri skrifað með blóði. Þá snýr Krist-
ur sér að manninum og segir: „Það eina sem ég
skrifa, skrifa ég með mínu eigin blóði.“ Augnaaráð
hans var fullt af miskunn og skilningi.
Til að byrja með skildi maðurinn ekki merkingu
þessa draums. En þegar ég útskýrði fyrir honutn,
hvaða þýðingu blóðið hefði vegna endurlausnar
okkar, fylhist hjarta mannsins af ósegjanlegri gleði.
Og þegar í stað fór hann að segja vinum sínum
og grönnum hvað sig hefði dreymt og hvað draum-
urinn þýddi.
Samkvæmt Guðs orði hefur Jesús keypt okkur
frjáls með blóði sínu. Og þetta er lykillinn að því
að öðlast friðþægingu, sem Jesús ávann okkur á
Golgata. En með þvi að gera það öðlumst við
hjálpræðið í nafni Jesú Krists. N. N.
Sáliiiur
eftir GUÐRÍÐI S. ÞÓRODDSDÓTTUR
Jcsús clskar þig
Blessuð eru börn Guðs þ\egin
blóði lambsins hreinu í.
Á himnum verða hægra megin.
Hér veit Guð ég keppi að því.
Þótt það kosti þraut að líða,
það er mjói vegurinn.
Vaka, biðja, vilja stríða.
Vís þá trúarsigurinn.
Tár og þrenging þeirra stunda,
það mun ekki reynast neitt.
Samanborið sælla funda
Son Guðs við. Hann elskar heitt.
Hann vill breyta hjarta þínu,
helga það til eignar sér.
Elskunnar með Orði sínu,
er hann hefur gefið þér.
19