Afturelding - 01.03.1970, Qupperneq 20

Afturelding - 01.03.1970, Qupperneq 20
Þrjár sýnir. Framhald af bls. 18. ofsalegum hita. Og um leið og þetta tímabil rann upp, réðist fólkið á vitnin tvö og vildi deyða þá. Og þegar það reyndi að deyða þá með vopnum, gekk eldur af munni þeirra, og eyddi þeim sem það ætluðu að gera. Þar næst sá ég þessi vitni gera stórkostleg krafta- verk. Þeir töluðu til hafsins, og það varð strax að blóði. Þeir töluðu aftur og það komu þrumur og eldingar. Andlcrislur og falsspámdðurinn. Nú sá ég undarlegt og viðurstvggilegt dýr stíga upp úr hafinu. Það hafði sjö höfuð og tíu stutt horn. Eitt af höfðum þess líktist ógurlegri slöngu, sem var hryllilega særð á hægri hlið, en sárið þorn- aði 'upp og læknaðist, en eftir varð stórt ör. Guðs Andi sýndi mér að þetta væri uppfylling á spá- dómunum í 1. Mós. 3,15, um að sæði konunnar (Kristur) mundi merja höfuð þess (Satan). — Guðs Andi opinberaði mér um leið, að sverðið sem Kristur hafði marið höfuð þess með, væri sverð Andans, sem er Guðs orð. Fætur dýrsins voru likir bjarndýrsfótum, og það hreyfði sig hljóð- laust. Ég sá annað dýr stíga upp af jörðinni. Það líkt- ist geilhafri og hafði tvö litil horn, og stóð það á afturfótunum. Bæði þessi dýr höfðu mikið vald og gjörðu mörg undur og tákn, þau gátu meðal annars kallað eld af himni. Fjöldi fólks hóf að tilbiðja þessar ein- kennilegu verur. Þá vildi annað dýrið gera likn- eski af því fyrra, með höfuðin sjö og hornin tíu, og var það gert. Ég sá fólk ganga um og kaupa merki, mismun- andi tegunda, verðleika og efni, og merki dýrs- ins og tölu þess. Tala þess var 666, og á oddunum uppi á tölustöfunum voru höggormshöfuð. Merki dýrsins virtust vera þrjú, eitt líktist ægilegum geit- hafri, annað var eins og höggormur og það þriðja líktist erni. Fólk bar merkin á ennum sér og á höndum, eða á báðum stöðum. f sumum tilfellun) féll það á ásjónur sínar og tilbað líkneski dýrsins með höfuðin sjö. Þá skeði nokkuð undarlegt. Líkn- eski dýrsins fór að tala, og meðal annarra guð- löstunarorða sagði það: „Ég er Guð!“ Þeir sem ekki vildu taka við merki dýrsins, voru annað hvort svellir í hel, eða urðu að þola hræði- legar pyndingar, með glóandi járni, hnífum, sverð- um, hökum og spjótum. Angistaróp þeirra voru óskapleg. Hendur voru höggnar af sumum, af öðr- um handleggir og fætur. Þeir sem ekki afneituðu Kristi, voru pyndaðir til dauða. En sumir gáfust upp eftir að hafa verið kvaldir um stund, og tilbáðu þá líkneski dýrsins. Þá voru sár þeirra læknuð og fengu þeir kraft frá dýrinu, sem gerði kraftaverk á þeim. Nokkurir þeirra tóku við merki dýrsins, en neituðu að taka við tölu þess. Þá voru þeir pyndaðir þangað til þeir tóku við tölunni líka. Þá voru cinnig þeirra sár læknuð og fengu þeir kraft frá dýrinu. Því næst sá ég bæði dýrin í mannslíki. PíslarvæltisdauSi vitnanna tveggja og upphrifning þeirra. Þegar vitnin tvö höfðu fullkomnað sitt verk, voru þeir hálshöggnir, og líkömum þeirra fleygt út á strætin, sem voru full af fólki, og lágu þar blóð- stokkin í göturykinu. Og fólkið var fagnandi yfir þvi að vitnin tvö voru dauð, og í staðinn fyrir að jarða þau, var traðkað á þeim og sparkað í höfuð þeirra. Þá bar nokkuð undursamlegt við. Höfuðin komu aftur á líkamina og þeir risu á fætur. Um leið birtjst stórt og fagurt ský, og hljómmikil raust barst úr skýinu: Stigið upp hingað! Vitnin tvö stigu upp til himins fyrir framan aug- un á óvinum þeirra og ég sá marga, sem höfðu verið kvaldir til dauða, og verið skildir eftir þar sem þeir lágu, lifna aftur og fylgja vitnunum tveim- ur í burthrifningunni. Aljt í einu grúfði svarta myrkur um alla jörð- ina og það komu þrumur, eldingar og jarðskjálftar, og ég sá byggingar hrynja saman og heyrði um leið grát, vein og formælingar svo að ég fylltist hræðslu. Síðan sá ég inn í himininn og sjö fagra engla, og hélt hver engill á skál í hendinni. önnur hrifningin í Andanum. Hún varaði 12 klukkustundir og 15 mínútur, frá kl. 22:30 um kvöldið 10. ágúst, til kl. 10:45 Um morguninn 11. ágúst. Ég var aftur hrifin í Anda og sá í sýn mikið haf, sem. glampaði eins og ís í tunglsljósi (gler- 20

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.