Afturelding - 01.03.1970, Qupperneq 23

Afturelding - 01.03.1970, Qupperneq 23
sem mundi geta gefið þessa upphæð. Hversu freist- andi væri það ekki að biðja með þá duldu hugsun, að þessi ríki maður yrði fyrir áhrifum af bæn þinni. En það er til Drottins, sem þú átt að biðja, liann segir: „Lát mig heyra rödd þína.“ Þegar sjöunda innsiglinu verður lokið upp, mun atburður gerast, sem ekki gerðist við opnun fyrri ínnsiglanna. Þá verður þögn á liimni hér um bil háffa stund. Hvað er það svo undursamlegt sem allir hljóðna fyrir? Það er Ieyndardómurinn, bænir hinna heilögu, sem þá opinberast. Það verður stórkostleg stund, þegar allar bænir hinna heilögu, sem stigið hafa upp að hásæti náðarinnar gegnum aldirnar, opinberast. Þær verða allar að fá sitt svar. Þegar þetta innsigli er brotið, leggja englarnir hörpur sínar frá sér og allt er hljótt, ekkert 'hljóð heyrist. Um hálfa slund er allur himinninn þrunginn eflirvæntingu vegna bæna hinna heilögu. Það er eiltlhvað undursamlegt við bænina. Láttu Jesúm heyra rödd þína! Þegar þú ert við vinnu þína á daginn og hugsar að þú gelir ekkert gert til að þjóna Jesú, þá mundu eftir, að þú getur SÍatt hann með rödd þinni. „Biðjið án afláts.“ Jesús gleðst yfir, að við tölum um hann. Hann er ávallt ósýnilegur við hlið þér. Segðu það bezta sem þú veizt um hann, og segðu það með djörfung. Því hann heyrir orð þín. „Lát mig heyra rödd þína.“ Drottinn hjálpi okkur til að gleðja og upp- befja hann með vörum okkar! Hann segir einnig: „Lát mig sjá auglit þitt!“ Hvernig get ég verið svo fagur í augum hans, að hann vilji sjá auglit mitt? spyr þú. — Ég sem var sokkinn djúpt í fen syndarinnar. Vissulega finnur l'ú þig veikan en þú ert þveginn í blóði hans. Það er eitthvað hjá þér, sem fjöldinn tekur ekki eftir. Það er eitthvað háleitt, eilíft, himneskt og þar við bætist að þú ert hans af öllu hjarta. Þetta er fegurð þín. Kæra brúðarsál, verlu ekki niðurbeygð, þar sem þú ert í fylgsni fjallshnjúksins! Þrengdu þér ekki svo langt inn í fylgsnið að 'hann geti ekki séð auglit þitt. Hræðztu hann ekki. Hann segir: „Lát mig sjá auglit þitt!“ Ö, þvílíkur kærleikur sem opinber- ast í þessum orðum. Þessi kærleikur nær til allra, sem vilja taka á móti bjálpræði hans. Þrjár sýnir. Framhald af bls. 21. engli hærra og hærra gegnum sex himna og upp í þann sjöunda. Þar sá ég mikinn múg af fólki með kórónur á höfðum, klædda hvítum, skínandi kyrtl- um og með pálma í höndum, og sungu þeir Guði dýrð. Engillinn sagði mér að þetta væri Brúður Krists, sem væri umvafin og fyllt Guðs dýrð. Þeir áttu fallegar hallir í mismunandi litum, og einnig þær ljómuðu af dýrð Guðs. Og frá þeim minnsta til þess stærsta leituðu þeir aðeins eftir einu — að gefa Guði dýrðina! Kvalir hinna dœmdu. Eftir að mér hafði verið sýnd dýrð himinsins, sá ég skelfingar eldhafsins, og Satan sem hafði ríkt yfir miklum fjölda fólks, sem höfðu valið að þjóna honum á meðan þeir lifðu á jörðinni, en höfðu hafnað Drotlni sínum Jesú Kristi. Nú voru þeir eilíflega dæmdir til að kveljast í þessu hræðilega eldhafi, með honum sem þeir höfðu valið að þjóna. ÞriSja hrijningin í Andanum Hún slóð yfir í hálfa klukkustund, frá kl. 21:00 til 21:30, 11. ágúst 1919. SverS Andans. Ég var aftur hrifin í Anda, og sá Drottin standa fyrir framan mig, með naglaförin á höndum og fótum, og merki eftir þyrnana á enni sér. Þegar ég kraup við fætur hans, sagði hann: „Ég vil láta þennan boðskap, sem ég hef talað til am- báttar minnar, ganga út til norðurs og suðurs, og til austur og vesturs. Margir munu segja að það hafi verið bætt við mitt orð, og aðrir að það hafi verið tekið burt eitthvað af orðum mínum. En ég segi þér: Þetta er mitt Orð, sem er sverð Andans og Andi spádómsgáfunnar.“ Þýtt úr „Hjemmets ven". Sylvía Haraldsdóttir þýddi. 23

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.