Afturelding - 01.03.1970, Síða 24

Afturelding - 01.03.1970, Síða 24
xm-y-/' Vígsluhátíð Fíladelfíiisafnadarins í Reykjavík Sunnudagurinn 19. október 1969 mun ávallt veróa taiinn einn af mcrkuslu dögum Hvítasunnu- hreyl’ingarinnar á íslandi. í>á rann upp hin lang- Jrráða s.und er söfnuðurinn tók í notkun aðalsal kirkjubyggingar sinnar, með mikilli viðhöfn og hátíoleik. Miklum áfanga var náð og oft þungum róðri létt, er staðið hafði undanfarin 10 ár. Allt frá þeim degi er Ásmundur Eiríksson, forstöðu- maður safnaðarins, tók fyrstu skóflustungu á lóð- inni að Hátúni 2, eftir að þáverandi borgarstjóri, hcrra Gunnar Thoroddsen. ásamt borgarstjórninni ráðstalaði lóðinni íil Fíladelfiusafnaðarins. Að þessu marki hafði þróazt, allt frá því er Eric Ericson trúboði og fyrs'.i forstöðumaður safn- aðarins og stofnandi hóf s'.arf í Reykjavík á veg- um Hvítasunnumanna árið 1936. Byrjað var í leigu- húsnæði að Bröttugötu 3b, Varðarhúsinu og víðar. Eftir að E. Ericson og Páll Einarsson höfðu haft forgöngu um kaup húseignarinnar að Hverfisgötu 41, ásamt bakhúsi, er varð aðseturstaður safnaðar- ins um árabil og náði því marki að þjóna tilgangi sinum fjölmörgum til blessunar og starfinu til vaxtar og framgangs, þá náðist þessi stórkostlegi áfangi, er orðin var staðreynd á vígsludcginum 19. októbcr sl. Fullyrða má að naumast mun nokkurn hafa órað fyrir því að raunin yrði þessi. Það starf er byrjaði í mikilli smæð, séð með mannlegu auga og örfáum meðlimum, mundi röskum 30 árum síðar telja’milli 300—400 meðlimi og eiga eitt fegursta og glæsilegasta Guðs hús er reist hefur verið í kristni á íslandi. Hús, sem vel er staðsett í borg- inni til beggja hliða og sameinar bæðf kosti og fegurð til notkunar sinnar. Mörgum ber að þakka við lokamark þessa áfanga. Aldrei hefði þetta getað skeð, nema með samciginlcgu álaki fjölmargra og umfram allt þeirri trú er yfirslígur fjöll og hindranir og á þann Dro.tin Guð að baki og fyrir sem alll megnar. „Ilann mun færa út hornsteininn, þá mun kveða við fagnaðaróp: Dýrlegur, dýrlegur er hann. Ilendur Scrúbabels hafa lagt grundvöll þessa liúss, hendur hans munu fullgjöra það. (Sakaría 4, 6—8). Vígsludagurinn rann upp fagur og heiðríkur eins og hann getur verið fegurstur um veturnæt- ur á íslandi. Það var fyrsta bænasvarið er Guðs fólk fékk jiann dag. Ónei'.anlega setti það sinn svip á há.íðahöldin og var auk blessunar Guðs Anda yfir samverustundunum, krýning Drottins yfir daginn. Víða að af landinu höfðu vinir komið til að taka þátt í vígslunni. Veðrið hindraði engan. I útvarpi og blöðum hafði vel verið auglýst hátíða- samkoman og allir voru velkomnir, meðan húsrúm leyfði: Söngstjóri safnaðarins, Árni Arinbjarnar- son, hafði af kappi æft bæði kóra og hljómsveit, auk jress sem hann bjó til hátíðalag við Ijóð eftir Jónas Jakobsson. Bræður safnaðarins höfðu lagt svo til nótt við dag til að ljúka verkinu, því margt smátt týndist til og þetta tókst. Fyrir klukkan 3, vígsludaginn, fór fólk að koma til hátíðasamkomunnar. Klukkan 4 er hljómsveit- in undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar hóf leik sinn, þá var salurinn þéttskipaður. Föst sæti eru nærri 100 og mjög gott rými til hliða, það var fyllt af bekkjum úr neðri salnum og dugði hvergi til. Fjölmargir stóðu, sem ekki var gott að telja. Varla mun ofreiknað að 700 manns hafi tekið jjátt 24

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.