Afturelding - 01.03.1970, Síða 27

Afturelding - 01.03.1970, Síða 27
Ílutti hann Biblíufastan boðskap, auk þess sem bann lýsti aðdraganda og byggingu hússins. Sá háttur ríkir víða um heim þar sem Hvíta- sunnumenn reka starfsemi sína, að ávallt við vígslu kirkjubygginga sinna, þá er jákvæðum forystu- ^nönnum annarra kirkjudeilda og trúfélaga sér- t staklega boðið og þá um leið, er þeim fenginn r»ðupallurinn til árnaðar- og ávarpsorða. Fíladelfíusöfnuðurinn mat það mikils hve vel °g drengilega var tekið undir þessa ósk. En þeir Sem mættu og fluttu söfnuðinum heillaóskir sínar voru biskupsritari, síra Erlendur Sigmundsson í fjarvcru biskups, Ólafur Ólafsson, kristniboði og starfsmaður liins íslenzka Biblíufélags, Bjarni Ey- jólfsson, ritstjóri og framkvæmdastjóri K.F.U.M., forstöðukona Hjálpræðishersins á íslandi, Guð- finna Jóhannesdóttir og Jóhannes Sigurðsson, prent- ari, fyrir hönd starfsins í Betaníu. Auk framan- greindra óska bárust fjölmörg símskeyti innan- og utanlands frá. Mikið blómahaf, 2 málverk, annað af Fíladeflfíubyggingunni eftir Helga Jósefsson, hitt Kristur með þyrnikórónuna eftir Eggert Guð- mundsson, listmálara, og stórar fjárhæðir í orgel- sjóð safnaðarins. Er viðstaddir stóðu upp við endalok samkom- unnar, þá var það öllum ljóst, sem Davíð konung- ur forðum kvað i ísrael: „Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gjört, fögnum og verum glaðir á honum.“ Söngur karlakórsins fyllti þetta musteri með sálmi Hallgríms Péturssonar: „Víst er þú Jesús kóngur klár“ og allir viðstaddir sungu: „Son Guðs 27

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.