Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 29
C'remst frá vlnstri: Einur Gíslasun, Garðar Ragnarsson, Har. Guðjónsson, Daníel Glad, Jóhann Pálsson og Asm. Eiríksson, og niður á túnblettinn, nákvæmlega á sama stað og loginn bjarti hafði stígið upp í fyrri sýninni. Þetta var eins og þétt regnskúr á vori. Þá var eins °g við hann væri sagt: Þarna á kirkjan að standa. Hann sækir um lóð á þessum stað til borgar- stjórnar, en fær ákveðið nei. Hann sækir aftur og sendir umsóknina án þess að fylgja því að öðru leyti neitt fastar eftir. Eftir nokkra daga hringir borgarstjóri til hans, og tilkynnir honum, að þenn- an dag hafi borgarstjórn samþykkt að Fíladelfíu- söfnuðurinn fengi lóðina. örstuttu seinna sækja fjársterk félagssamtök um það til borgarstjórnar að fá réttindi til að byggja stórhýsi einmitt á þessari sömu lóð. Þeim er tjáð hvernig komið sé. En þó er þeim heimilað að kanna máliS við Ásmund, hvort þeir vilji gefa lóðarréttindin eftir gegn því að fá lóð á einhverj- um öðrum stað í borginni. Ásmundur er kallaður á skrifstofu þessara samtaka. Málflytjandi spyr hann strax, hvort nokkur leið sé til þess að þeir fái lóðina í skiptum fyrir aðra. — Hvað ætlið þið að byggja á lóðinni, ef þið fengjuS hana? „Fórum“, (þinghús eða þingstað), svaraði hann. En þeir komu ekki auga á það, hvað þetta var fram úr skarandi staður, fyrr en Fíladelfíusöfnuðurinn var búinn að festa sér lóðina. En svona Iitlu munaði. Með tveim sýnum hafði Guð sagt: Hér skal hús mitt standa. Og þar stendur það líka í dag. E. J. G. 29

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.