Afturelding - 01.03.1970, Qupperneq 31

Afturelding - 01.03.1970, Qupperneq 31
Valva og Spiritismi Er valvan og spiritisminn búin að leysa „Guð vors lands” aí hólmi í átrúnaði Islendinga? Á síðastliðnu hausti og fyrir jólin er sagt að hafi komið slíkt flóð af spiritistabókum á bókamarkað- inn, að annað eins hafi ekki áður sézt. Gefur þetta auga leið um það, sem raunar var vitað áður, að vaxandi fjöldi íslenzku þjóðarinnar, er að hverfa til spiritisma. Það er auðvitað eðlileg afleiðing af þvi, að mjög margir kennimenn innan þjóðkirkj- unnar hafa verið öflugir tálsmenn þessarar stefnu nteir en hálfrar aldar skeið. Kórónan á allt saman var svo það, þegar ríkisútvarpið fól Jökli Jakobs- syni á nýársdag að kalla til „völvu“, til þess að Segja íslenzku þjóðinni hvað fyrir hana mundi koma á árinu 1970! Er þetta ef til vill staðfesting a því að „valvan“ og spiritisminn séu búin að leysa „Guð vors lands“ af hólmi? — Landsmenn þurfi ekki að leita frétta hjá honum framar. Valva þessi var alveg hafin yfir það, að þurfa að kynna sig, eða láta aðra gera það í hennar stað. Hún var bara leidd að hljóðnemanum, sem „valvan“. Að kynna hana nánar, var óþarfi. Sumum flaug í hug, að þetta væri boði þess valds, sem anda- uiögnin eru þegar búin að fá í átrúnaði íslendinga. Og hér eftir þurfi íslenzka þjóðin ekkert annað en leiðast af því, sem valvan og sellufundir spiri- ttsta, sem nú eru haldnir um allt land, hafa að segja landsmönnum. Erum við þá ekki þjóðfélags- Iega komnir nákvæmlega jafnt langt og Guðs út- Valda þjóð — Israel, þegar hún gekk sem lengst dýrkunar Baalismanum. I þeim voðalegu trú- ariðkunum fann fráfallin j)jóð sína „verndar anda“ eins og spiritistar leita þeirra í dag á spiritista- íundum sínum. Á síðastliðnu hausti féll mér í hendur bók, sem 'heitir „Andaheimurinn“. Höfundur hennar er Roy Allan Anderson. IJann segir þar á binn alvarleg- asta hátt frá kynnum sínum við spiritismann. Það verð ég að segja, að það er dimmt svið, Drottinn minn góður, sem þar opnast fyrir augum lesand- ans. Við skulum gefa þessum manni orðið, því að reynsla hans er sönn, þó að hún sé nær ótrúleg. Ritstj. Fyrstu kynni mín af þessum opinbera starfs- manni og fjölskyldu hans urðu við fjölmennar kristilegar samkomur. Ég var á Nýja Sjálandi um þessar mundir, og á þessari samkomu var efni mitt: „Biblían sem orð Guðs“. Þessi maður, eigin- kona hans og þrjár dætur, kynntu sig fyrir mér og buðu mér að heimsækja sig. Mér var ljúft að rækja það boð. Þau voru mjög vingjarnleg, og ekki leið á löngu, unz litið var á mig sem „einn af fjölskyldunni.“ Það voru ekki einungis faðirinn og móðirin, heldur einnig stúlkurnar þrjár, sem rannsökuðu Biblíuna með mér af áhuga. Frá fyrstu tíð varð ég samt var óvenjulegs óróleika föðurins, þegar rætt var um dauða og upprisu. Þá var hann aldrei fullkomlega eðlilegur. Síðar komst ég að því, að hann hafði verið félagi í áhrifamiklum hópi anda- trúarmanna, lagt rækt við skyggnigáfu árum sam- an og jafnvel verið miðill. En þetta hafði verið tuttugu og fimm árum áður. Síðan þá hafði hann aldrei verið viðstaddur andatrúar- eða miðilsfund. Hann gengdi mikilvægri stöðu í borginni. Hann hafði aldrei verið trúaður, og ])egar ég kynntist honum, virtist hann algerlega trúlaus. Við nánari kynni komst ég að því, að hann hafði stöðugan félaga — „þjónustuanda“, eins og Biblían kallar það. íjes. 8,19). Hann sagðist vera kven-andi, og jiessi máttur var stöðugt í fylgd hans, ]>ótt hann væri engum öðrum sýnilegur. Hún kallaði sig „Nancy“ og var honum eins raunveruleg og hver 31

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.