Afturelding - 01.03.1970, Side 37
eins og áður segir. Einhvern messudag stóð svo
a að enginn virtist ætla til guðsþjónustu frá heim-
ili hennar, Keykjum. Hún eggjaði vinnukonur sín-
ar mjög að íara, en þær íæroust undan og báru
hinu og þessu við. Einhver þóttist eiga eitthvað
ógert, sem hún þyrfli að ljúka við, aðra vantaði
skó, þriðja sagði að það væri orðið of seint að
hefja ferðina. Þá slendur Guðrún upp og býr
sig til ferðar og kastar fram þessari stöku:
Mörgu að þjóna, mörgu að svara,
margt, sem hindra kynni.
Eg á skóna. Eg skal fara.
Ég næ blessuninni.
Til er lýsing á Guðrúnu í vísum, sem ortar voru
um stúlkur í Laugardalnum. Þá var Guðrún gjaf-
vaxta í föðurgarði. Þar segir svo:
Guðrún alla, friðsöm, fróm,
forðast galla lasta.
Það má kalla kvennablóm,
kvendið fallegasta.
Um fegurð hennar kemst Magnús Andrésson svo
að orði í grafskrift er hann setti þeim hjónum:
Var hún svo fögur
á vori æsku,
að fáar slikar
á Fróni sáust.
En ofan á yndisþokkann og fríðleikann kom sjálf
kórónan, sem sómdi þessari merku konu bezt: Hún
óttaðist Drottin sinn og setti alla krislilega siði
nijög hátt.
1 næsta kafla sömu bókar segir séra Árni frá
eftirfarandi, sem hér er tekið orðrétt upp eftir
honum:
Annars er mér flest úr minni liðið, sem á daga
•nina dreif í Götu. Ég var þá svo ungur að aldri.
Það eru aðeins nokkur atvik á stangli, sem ennþá
niara hér og þar upp úr tómi gleymskunnar. Svo
er tildæmis um einn sunnudag á köldum vetri.
£g fór til kirkju að Hrepphólum með móður minni.
En meðan við vorum í burtu, gerðist sá dapur-
legi atburður heima í Götu, að Þórunn systir min
fékk slag í fyrsta sinn. Þá var hún tveggja ára.
Upp frá því þjáðist hún af slagaveiki, fékk dag-
lega slag og stundum mörg á dag, varð aumingi,
gat ekkert unnið, en hélt þó viti fullu. Þegar hún
Var tólf eða þrettán ára, var hún send til Edin-
borgar til lækninga. Hjaltalínshjónin tóku á móti
henni og komu henni á framfæri. En hún fékk
enga bót meina sinna.
Þrált fyrir þessa megnu niðurfallssýki virtist
henni alltaf líða vel. Hún var jafnan glöð í skapi.
Eftir að hún lærði að lesa, las hún alla daga
Passíusálmana og Nýja testamentið. Margt í þessu
kunni hún orðrétt utanbókar. Hún lifði mikið i
bæn og ástundaði að breyta alveg eftir Jesú. Ef
'hún heyrði mann blóta eða einhver gerði eitt-
hvað á hluta hcnnar, gekk hún afsíðis til að biðja
fyrir honum.
Einn morgun, þegar hún vaknaði, sagði hún
við mömmu:
„Ósköp leið mér vel í nótt, mamma! — Mig
dreymdi, að það væri afmælisdagurinn minn. Ég
þóttist vera einhvers staðar á gangi og koma að
stóru húsi, sem ég hef aldrei séð áður. Það var
lokað, en ég óskaði þess með sjálfri mér, að það
væri opnað og ég mætti koma inn í það. Þá opn-
aðist húsið, eins og ósk mín hefði verið heyrð
inni fyrir, og Frelsarinn kemur til dyra og tekur
mig í faðm sinn og ber mig upp að hásæti Guðs
almáltugs og réttir mig honum. Og ég var svo
óskaplega sæl. En þá vaknaði ég.“
Nú liðu eitthvað fjórir mánuðir. Þá var það á
afmælisdag Jórunnar 1882, þegar hún var 28 ára,
að hún fékk 28 slög í lotu og andaðist í síðasta
slaginu. Þá var hún flutt heim í dýrðina.
HJÁLPIÐ OKKUR!
Afturelding; hefur fenpið mikla útbrciðzlu. Fyrir
það eru útgefendur mjöfi; þakklátir. En einn er
galli á gjöf Njarðar. Sá, að kaupendur skipta um
bústaði eins off annað fólk. Ó, aðeins að þið, sem
g;erið það, vilduð láta afgrciðslu blaðsins vita um
það. — Ef þið sæuð búnkana af blaðinu, sem koma
til baka mcð póstinum, ineð þennan leiðinlcga ci-
lífðar stimpil ,,Fluttur“, þá munduð þið vilja hjálpa
okkur undan þessu fargi, að þurfa að tala í síma,
skrifa, spyrjast fyrir og: fá stundum engan botn
í neitt. Og það sem verst er, að með þcssu verður
stakasta órcffla á afgrciðslu blaðsins, sem við g:et-
um ekki að ffert, en okkur oft kennt uin. — Viljið
þið hjálpið okkur og: láta okkur vita, er þið skiptið
um heimilisfang:?
37