Afturelding - 01.03.1970, Qupperneq 42

Afturelding - 01.03.1970, Qupperneq 42
KAFLI UU BREFI Á síðastliðnu sumri fóru tveir ungir menn frá Fíladelfíusöfnuðinum í Reykjavik til Svíþjóðar. Þeir eru Helgi Jósefsson og Einar Þ. Þorsteinsson. Um haustið fóru þeir svo á Biblíuskóla í Gautaborg. Á bibliuskólanum var líka ung stúlka frá Vest- mannaeyjum, Guðrún Einarsdóttir. Seinna fór önn- ur ung stúlka frá Hafnarfirði, Ingibjörg Guðna- dótlir. Síðan biblíuskólanum Iauk, stunda þau öll atvinnu í Svíþjóð, og taka um leið virkan þátt í kristilegu starfi. Þau skrifa oft og láta vel af sér. Rétt núna, þegar Afturelding er að fara í prentun, skrifar Einar Þ. Þorsteinsson. Afturelding leyfir sér að taka nokkurn kafla úr bréfi hans, því að meðal lesenda blaðsins í Reykjavík á Einar marga vini. „Kæri bróðir í Kristi! Friður! I dag á ég eins árs afmæli. Eitt ár síðan ég komst til lifandi trúar á frelsara minn. Það var 30. janúar 1969. Ég var einn af þeim mörgu, sem vildi upplifa frelsisfullvissuna fyrir tilfinningar. Eftir að ég var búinn að ganga nokkrum sinnum fram til fyrir- bænar, og beið alltaf eftir því að finna eitthvað, sagði Willy Hansen (sem þá talaði á samkomum í Reykjavík), mér að fara til þín og tala við þig. 1 samtalinu við þig rann ljósið upp fyrir mér. Þií bentir mér á og last fyrir mig Jóh. 6, 37, og hvattir mig um leið að byggja trú mína á Or'ðinu, en ekki tilfinningum. Og þegar mér skildist, að allt væri undir því komið að trúa Orðinu, þá trúði ég því náð Guðs, eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Ekki af verkum, svo að enginn skuli þakka sér það sjálfum.“ Frelsið er gjöf Guðs til okkar fyrir Jesúm Krist. Kæri vinur. Veittu þeirri gjöf viðtöku, og þú munt hólpinn verða. Catarine Brandt. Teklð úr Hicall. Slgne Ericsgon. líka, að Jesús tæki á móti mér, og ræki mig ekki frá sér. Nei, Guði sé lof! Þá frelsaðist ég. Nú hefur Guð varðveitt mig á sínum vegi í heilt ár. Ég verð að segja það, að það var mikil barátta fyrir mig fyrstu dagana, en ungu bræðurnir heima tóku hönd um mig undir forustu Hinriks. Og svo er hægt að segja að hafi verið óslitnar samkomur allan daginn í vinnunni, því að ég vann hjá Þor- steini Einarssyni. Það var dásamlegt, hvernig Guð leiddi mig, að ég skyldi allaf vera í sambandi við frelsað fólk. Nú hef ég bráðum verið hér í Svíþjóð í hálft ár. Það verður 8. febr. Smyrnasöfnuðurinn í Gautaborg hefur verið mitt andlega heimili hér. Ég kann vel við mig í Smyrna, en auðvitað jafnast Smyrna ekki við minn blessaða söfnuð heima. Ég finn mig ekki hundrað prósent heima hérna eins og í Fíla- delfíu í Reykjavík. .. . Kæri bróðir, ég þakka þér fyrir bréfið, sem ég var að fá frá þér í dag. Ég þakka fyrir þín lilýju og dásamlegu orð. Það var dásamlegt að fá bréf og kveðju frá þér á afmælisdaginn minn. Það var líka gleðilegt að heyra, að sumarmótið verði á Siglufirði. Þú spyrð, hvort við verðum þá komnir heim til íslands. Bráðlega skilja leiðir okk- ar Helga, svo að ég veit ekki hvað verður um hann. En hvað sneríir mig, þá er löngun mín öll að koma heim til Islands, en hvort það getur orðið fyrir þann tíma sem sumarmótið verður haldið, veit ég ekki. Ég er eiginlega með viss áform í huga fyrir sumarið og veturinn, en ekki búinn að fá fullvissu um það, hvernig Guð leiðir mig í þessu, og þvi get ég ekki sagt neitt ákveðið um heimkomu mína... Ingu Guðnadóttur líkar hér vel vistin. Guðrún og hún búa skammt frá hvor annarri. Þær eru allt- af saman i frístundum sínum. Kæri bróðir, ég ætlaði að senda peninga heim til safnaðarins, en þeir hér á pósthúsinu ráðlögðu mér að senda þá í ávísun, svo að söfnuðurinn fær 'þá ekki með þessu bréfi, en seinna. .. . 42

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.