Afturelding - 01.03.1970, Page 43
• •
Sumum heimska - Oðrum kraftur Guðs
Ágrip úr rœðu Ásm. Eiríkssonar á föstudaginn langa sl.« í Austurbœjarbíói.
Rvík. Texti: 1. Kor. 1.18: «.Þvi að orð krossins er heimska þeim er glatast, en
oss sem hólpnir verðum. er það kraftur Guðs". — Kól. 1.20: .. og að koma
fyrir hann öllu í sátt við sig, hvort heldur er það sem er á jörðunni eða það
sem er í himnunum. eftir að hafa samið frið með blóðinu, úthelltu á krossi
hans.”
Þegar Guð réði það við sjálfan sig, hvaða leið
hann skyldi fara til að koma föllnu mannkyni til
hjálpar, ákvað hann, að það skyldi verða leið
krossins. Þetta er því óskiljanlegra í augum flestra,
af því að sú leið hefur orðið fjöldanum óaðgengi-
legust allra leiða.
1 nær 2000 ár hefur hún raunverulega orðið það,
sem Pál'l sagði við Korintumenn: „Því að orð
krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem
hólpnir verðum, er það kraftur Guðs.“ (1. Kor.
1,18). Önnur þverstæðan á þessari leið mann-
anna, hefur sú orðið, þegar Guð ákvað í leyndar-
fáði sínu, hverja liann skyldi velja út til þess að
Þytja fagnaðarerindið um krossinn, þá velur hann
ómcnn'.aða fiskimenn. Þetta hefur orðið jafnmikið
hneyksli og sjálfur krossinn. í gegnum aldirnar
hefur það verið kannað, að það eru sára fá pró-
sent af stórgáfumönnum og lærðum, þó að þeir
nafi fundizt þar líka, sem kallaðir hafa verið út af
Guði sem boðberar fagnaðarerindisins. Á þessa
staðreynd bendir guðsmaðurinn, sem talinn hefur
verið mestur boðberi orðs krossins, fyrir al'la tíma,
ef hann segir: „Því að lítið, bræður, til köllunar
yðar: Þér eruð ekki margir vitrir að manna dómi,
ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir,
heldur hefur Guð útvalið það, sem heimurinn tel-
Helgi biður kærlega að heilsa. Verið öll blessuð
°g sæl og góðum Guði falin.
Þinn bróðir í Kristi.
Einar G. Þorsteinsson.
ur hcimsku, til þess að gjöra hinum vitru kinn-
roða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn
telur veikleika, til þess að gjöra hinu volduga kinn-
roða. Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrir-
litna hefur Guð útvalið, og það sem ekkert er, til
þess að gera það að engu, sem er, til þess að ekki
skuli neitt hold hrósa sér fyrir Guði.“ (1. Kor.
1, 26—28).
Þá hefur hneykslið ekki minnkað við það, að
hjartablaðið í þessurn blessaða boðskap krossins,
er endurlausn mannanna fyrir blóð Jesú Krists.
„Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyll-
inguna búa, og að koma fyrir hann öllu í sátt við
sig, hvort heldur er það sem er á jörðunni eða
það sem er í himnunum, eftir að hafa samið frið
með blóðinu, úthelltu á krossi hans“ (Kól.1,19-20).
Nei, þetta með hjálpræðið fyrir blóð Jesú Krists,
kórónar nú allt hneykslið, og svo snúa menn sér
frá Guðs vegi, og velja sinn eiginn veg. Svo tæpi-
tungulaust hafa menn talað um þetta hneyksli, að
jafnvol prestar í íslenzku þjóðkirkjunni, hafa skrif-
að um það, að þetta varði við guðlast, að blóð
Jesú Krists hreinsi manninn af syndurn hans. I
augum ótrúlega mikrls fjölda manna er blóð
Krists ekkert öðruvísi en blóðið sem rennur um
æðar allra manna, því að liann sé af feðrunum kom-
inn eins og allir aðrir, sé ekki eingetinn sonur Guðs.
Fyrsti maðurinn, sem freistaðist í þessu sama
efni, mætir okkur á fyrstu blaðsíðu Nýja testa-
mentisins. Það er enginn annar en Jósef, sem var
heitbundinn Maríu, móður frelsarans. Meðan þau
voru aðeins heitbundin uppgötvaði hann það, sem
43