Afturelding - 01.03.1970, Qupperneq 46
Sáu þeir báðir þctð sama?
ÞaS er meS ólíkindum. hvað spámaður, sem uppi var fyrir 2GD0 árum og
núlifandi íslenzkt skáld, segja frá líkum hlutum, þó að engum detti í hug
að skáldið sé að stœla spámanninn.
Hvað er í bögglinum?
„Tak böggul þinn upp af jörðunni,
þú sem situr umsetin,
því að svo segir Drottinn:
Sjá, ég mun burt snara íbúum landsins
í þetta sinn
og þrengja að þeim,
til þess að þeir fái
að kenna á því.
Vei mér vegna sárs míns,
áverki minn er ólœknandi.
Og þó hugsaði ég:
Ef þetta er öll þjáningin,
þá ber ég hana!
Tjald mitt er eyðilagt,
öll tjaldstög mín slitin,
synir mínir eru frá mér farnir
og eru ekki framar til.
Enginn er sá til,
er reisi aftur tjald mitt
og festi aftur upp
tjalddúka mína.
Já, óskynsamir voru hirðarnir
og Drottins leituðu þeir ekki.
Fyrir því lánaðist þeim ekkert
og allri hjörð þeirra var tvístrað.
Heyr! hávaði!
Sjá, það fœrist ncer . . .
Eg veit, Drottinn, að örlög mannsins
eru ekki á hans valdi,
né það heldur á valdi gangandi manns
að stýra skrefum sínum.
Refsa mér því, Drottinn,
en þó í hófi, ekki í reiði þinni,
til þess að þú gerir ekki
út af við mig . . ."
þegar þú, Drottinn hersveitanna,
snýrð þér að mönnunum
og segir:
Hvað er í bögglinum?
Jeremia Hilkíason, spámaður.
Hvað er í pokanum?
Eg mœti honum daglega,
manninum með pokann.
Og hvert sinn hef ég spurt:
Hvað er í pokanum?
En ég fœ ekkert svar,
og held áfram leiðar minnar,
œstari en nokkru sinni áður.
Svo stappa ég niður fcetinum og stilli mig.
En þetta getur ekki gengið.
1 fyrramálið flyt ég úr borginni.
Þrek mitt er á þrotum
og ég þoli ekki
að mœta stöðugt manni með poka.
Hann er bráðum búinn að gera út af
við síðustu leifarnar af sálarró minni,
og ekki skyldi mig undra
þótt ég yrði brjálaður
því stundum kemur það fyrir,
að ég stoppa fólk á götunni,
sný þvi við og segi:
Hvað er í pokanum?
Og í nótt dreymdi mig draum.
Mig dreymdi að ég stóð úti á strœti.
Ég stóð úti á strœti.
Ég ávarpaði lýðinn,
sem flykktist að úr öllum áttum,
og orðin féllu af vörum mínum,
máttug og þung:
Brceður mínir, sagði ég,
brœður mínir og systur.
Allir þér, sem eruð viðstaddir
og einnig þér, sem ekki heyrið orð mín.
Geíið gaum að yðar pokum.
Sleppið ekki sjónum af yðar pokum.
Því sjá!
Dagur dómsins nálgast,
þegar Drottinn sjálfur snýr yður við
og segir:
Hvað er í pokanum?
Tómas Guðmundsaon, skóld.