Afturelding - 01.03.1970, Side 50

Afturelding - 01.03.1970, Side 50
ÞRJÁTÍU VEKJIUAKLUKKIIU 1 í’g leit út um gluggann minn snemma morguns. Kvöldið áður, er ég háttaði var rauð jörð. Nú lá hvít mjöll yfir allri jörð, eins og englar Guðs liefðu vakað í alla nótt við það að teppaleggja gólf himinsins — jörðina — með hvítu flosteppi, meðan ég svaf. Þetta var það snemma morguns, að foorgin var ekki vöknuð, svo að það var ekkert, sem truflaði hugsanir mínar. Mjallhvíta flosteppið ta'laði meir og meir til mín. „Hví'.ar s?m mjöll“, heyrðist mér vera talað inn í hjarta mínu. Hvaða þrjú orð voru þetta, eins og þrjár hvítar dúfur væru að kurra í afkim- um sálar minnar? Nú mundi ég það. „Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða 'hvítar sem mjöll“. Þetta voru orð Biblíunnar. Þeim er óhætt að trúa. En stórkostleg eru þau. Ég fór að hugsa um það, hvað það væri yndislegt að eiga syndir sínar fyrirgefnar, vegna þess að maðurinn hefði tekið á móti Jesú Kristi, sem frels- ara sínum. Ég leit aftur á mjallhvíta teppið. Hví- líkur hreinleiki! Og þetta notar Guð til þess að tala til okkar um það, hve hreinsun mannssálar- innar í hlóði Jesú sé fullkomin. Þannig erum við í augum Guðs, sem lifum undir krafti blóðs Sonar hans. Dásamlegt! Rétt í þessu sé ég fjölda dúfna koma fljúgandi. Þær setjast allar á örlítinn blett á gatnamótum Laugavegs og Skúlagötu. Þær fara allar að ham- ast í hreinni mjöllinni, sem var ekki þykkri en fótleggir þeirra eru háir. Þarna var þó ekki hægt að segja, að það væri handagangur í öskjunni, heldur þarna var fótagangur í mjöllinni. Hvað eru blessaðar dúfurnar að hafast að eiginlega? Ó, nú ranka ég við mér. Það er einmitt á þessum litla ibletti, sem ég stundum hef séð hafra, mais eða aðrar korntegundir falla í smáviskum á götuna úr fóður-flutningabílum bændanna, um leið og bíll- inn tekur skarpa beygju af Skúlagötunni upp á Laugaveg. Dúfurnar eru þá svona snemma á fót- um til að bjarga uppskeru sinni, sem gjöfull Guð hefur gefið þeim í gærkvöldi. Nú eru þær að flýta sér að bjarga uppskerunni áður en flosteppi mjallarinnar breytist í hörkukaldan vetrargadd. Ég leit upp í loftið. Dimmt og þrungið loft. Bless- aðar dúfurnar skynja eitthvað. Þær hafa veður- spána í falslausu hjarta sínu. Að sjá hamagang- inn 'í þeim. Það er eins og hver fótahreyfing þeirra segi: Flýtum okkur að bjarga uppskerunni, áður en það verður of seint. Orð fara að óma í innri vitund minni: „Hefjið upp augu yðar og lítið á akrana, þeir eru þegar livítir til uppskeru... Hver sem uppsker, fær laun og safnar ávexti til eilífs Iífs“ Eru dúfurnar kannski sendar mér frá Guði hér í morgunkyrrðinni, sem margar vekjaraklukkur til þess að ég skuli vakna og bjarga þeirri uppskeru, sem mér er ætlað að vinna að? Þá er alvara á ferðum því að sterkur er 'hljómurinn sem á að vekja mig, því að dúfurnar eru alltaf þrjátíu tals- ins. í sömu andrá, sem ég er að hugsa þetta, lyfta allar dúfurnar sér. Þær hafa lokið verki sínu. Upp- skeran er liðin, í þessu tilviki. Og hvílíkur gnýr þegar vængir þeirra kljúfa loftið um leið og þær fljúga fram hjá glugga mínum! Þrjátíu vekjaraklukkur! Hvílíkur hljómur í eyr- um mínum. Hvílíkur boði til sálar minnar þennan morgun! Um hádegið hlusta ég á veðurspána: „Stormur, rok eða fárviðri með snjókomu um allt land... Bátar frá öllum verstöðvum snúnir við, ýmist komnir til hafna eða í landvar... Lögreglan í Reykjavík aðvarar ökumenn að aka ekki Skúla- götuna vegna mikils sjógangs.“ Veðurspá dúfnanna sló ekki feil föstudagsmorg- uninn 7. febrúar 1970. Á. E. 50

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.