Afturelding - 01.01.1981, Side 9

Afturelding - 01.01.1981, Side 9
a R KRIST1981 ” söfnuði hans á íslandi og Keith Parks í Kanada. Island! Ég gat varla trúað þessu. Þetta gat varla verið tilviljun — hjá Guði gerast engar tilviljanir. Þó að hluti af mér segði: „Það er ekki nokkur vegur að þú getir farið,“ — þá vissi hinn hluti minn án nokkurs vafa — að ég myndi fara. Fyrst varð ég að taka trúarskref, sem fólst í því að hafna vinnu, sem ég hafði hlakkað mikið til að fá. Og það var erfitt. Það var eins og að stökkva fram af klettabrún. En slíkt stökk í trausti þess, að Guð muni grípa okkur, er einmitt það, sem Guð krefst af okkur, ef við eigum að þjóna honum. Þetta var aðeins ein barátta af mörgum, sem ég varð að fást við. Aðrar baráttur fólust í því, að ég varð að yfir- gefa fjölskyldu mína, eyða fjármunum, — allt vopn, sem óvinurinn notar til baráttu. En ég var hertygjuð sverði Andans, hvar sem ég leitaði í Biblíunni, fann ég sömu boðin: „Farið út til allra þjóða — breiðið út fagnaðarerindið — játaðu með munni þínum, — uppskeran er tilbúin, en verkamennirnir eru fáir!“ Og ég sagði með Jesaja: „Hér er ég, send mig!“ Síðan gaf Drottinn mér orð frá Esekíel 3:5: „því að þú ert ekki sendur til fólks, er mæli á torskilda tungu, til ísraelsmanna.“ Og vers 9: „Ég gjöri enni þitt sem demant, harðara en klett. Þú skalt ekki óttast þá, né skelfast fyrir augliti þeirra, því að þeir eru þverúðugkynslóð!“ V.l l — „Far síðan til hinna herleiddu, til samlanda þinna, og tala til þeirra, seg við þá: Svo segir herrann Drottinn! — Hvort sem þeir svo hlýða á það eða gefa því engan gaum!“ Enn reyndi Satan að hvísla því að mér, að ég skyldi ekki fara, — en smám saman gafst mér í hjarta sá sannleikur, sem er sterkari en allar lygar óvinarins, og þurrkaði burt allan ótta. Guð sagði: „Sjá, ég hef látið dyr standa opnar fyrir þér, sem enginn getur lokað!“ Dyrnar til íslands voru mér opnar, — dyrnar að landi móður minnar, — og ég gekk inn um þær í fullu trausti til Guðs. Og ég fékk að reyna á hverjum degi þann mikla styrk, sem gefst í nærveru hans. Við fengum að upplifa hann aug- ljóslega í öllu, sem við tókum okkur fyrir hendur á hinum ýmsu stöðum,s em við ferðuðumst til, — og í gegnum blessun þá, sem við meðtókum í gengum þá trúuðu á íslandi, sem í raun og sannleika þjóna Guði. júlí 1980 Rhodanthe (Rhody) Lake Nokkrum mánuðum eftir að ég hafði meðtekið Krist sem Frelsara minn og Drottinn í lífi mínu, sá ég frásögn um ísland, og þann dag talaði andi Drottins til mín. Síðan hef ég átt neyð fyrir landi ykkar og þjóð. Ég visai að einhvern tíma myndi ég fara til íslands til að miðla fagnaðererindinu um Jesúm Krist. Ég hef komið til íslands í hlýðni við Heilagan Anda til að gera þá hugsjón, sem ég þá átti, að raunveruleika. Hið mikla boð Guðs er: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið hverri skepnu.“ Ég er hreykin yfir að vera hluti af þessari herferð, sem mun halda áfram þangað til Kristur kemur aftur. Ég hef verið heiðruð með því að fá að sjá fólk verða að nýrri sköpun í Kristi Jesú. Guð hefur læknað og leyst alla þá, sem voru fúsir til að taka í móti lausn frá sjúkdómum og því, sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Ég mun halda áfram að biðja fyrir því, að hinn mikli kraftur Guðs megi verða enn augljósari á meðal þjóðar ykkar. Nettie Hyland

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.