Afturelding - 01.01.1981, Side 11
stöðumaður í Betaníasöfnuðinum í Nyhem. f því
starfi stóð hann í 20 ár. 16.—18. júní árið 1917
stofnsetti hann sumarmót, sem síðar þróaðist til
þess sem nú er Nyhemsvikan. Mótin þar eru
heimsþekkt. Auk þátttöku í starfi á íslandi með
byggingu Betel í Vestmannaeyjum þá tók hann þátt
í brautryðjendastarfi Hvítasunnumanna í Portúgal
og um alla Svíþjóð var hann kunnur sem dugnað-
artrúboði og framkvæmdamaður.
Viktor Johannsson var fæddur 2. janúar 1866 og
dó níræður 25. júlí 1956. Hann fæddist í Harja,
Mullsjöl. Viktor var gifur og eignaðist með eigin-
konu sinni 10 börn. Þar af tvenna tvíbura. Þegar
þetta er skrifað, þá eru 5 börn hans á lífi. Viktor var
mjög virkur starfsmaður í Guðs-Ríki og byggði ekki
færri en 9 safnaðarhús Hvítasunnumanna. Hann
var traustur og mikilvirkur bróðir.
Karin dóttir hans var stödd á samkomu í Fal-
kjöping 7. desember 1980 og heyrði undirritaðan
flytja þar ræðu og meðal annars var faðir hennar
nefndur og það að góðu einu, sem þátttakandi í
brautryðjendastarfi Hvítasunnumanna á íslandi.
Kom hún til mín samkomulok og kynnti sig og urðu
þar fagnaðarfundir. Karin er ekkja, en var gift
dugmiklum trúboða og eignaðist mörg börn. Karin
skrifar mér og greinir frá að þegar faðir hennar kom
heini frá íslandi, þá gaf hann henni hvítt lambs-
skinn, garvað og fallegt. Þetta skinn var lengi til í
eigu fjölskyldunnar, sem minni frá íslandi og síðast
fékk dótturbarn Viktors skinnið.
„Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs Orð
hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður hvernig ævi
þeirra lauk og líkið síðan eftir trú þeirra,“
Hebreabréfið 13:7.
Undirritaður tileinkar sér þessi orð Ritninganna
og vill sýna það í breytni, að Orðið er virt. Því leiðir
af sjálfu sér að samband er haft við þá hreyfingu og
lönd, sem brautryðjendurnir komu frá, meira en
fjarskylt fólk og lönd og álfur, þegar um starfið hér
heima á íslandi er að ræða.
Einar J. Gíslason.
Viktor Jóhannsson.