Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 21
Eftir Denys W. Collins, skipherra á trúboðsskipinu Logos fimm ár og hafði það einnig valdið dóttur hans ama. Eftir að hafa lesið um mátt lofgerðarinnar, ákvað hún, að í stað þess að biðja fyrir því að lofa Guð fyrir það, eins og bent var á í bókinni. Og nú var þetta vandamál alveg úr sögunni, sagði hún. Það er raunverulegur kraftur í lofgerðinni. Hef- urðu reynt hana? Ef ekki, þá ferðu á mis við þann farveg máttar Guðs sem hann vill gefa lífi þínu. Annað atvik á sjóferðinni sýnir leið Guðs í því að snúa augljóslega neikvæðum hlutum í jákvæða niðurstöðu. Maður sem vann á dekki slasaðist af kaðalenda sem slóst í andlit hans. Á leiðinni inn til læknisins hélt hann stórri gólfþvögu yfir augum sér. Eg náði til hans, lagði hönd mína á öxl hans og sagði: „Guð blessi þig.“ Síðar sagði hann svo frá, að þegar hann heyrði þessi orð mín, hefði hann ekki getað tára bundist. Hann var rúmfastur um vikutíma og eyddi miklum tíma í lestur Biblíunnar. Hann fékk leiðbeiningar í lestri Ritningarinnar í gegnum hjálparkver er hann þáði með þökkum. Ég trúi því, að Guð hafi notað þetta atvik til að blessa hann og kenna honum marga hluti. Það fer vel á því, að ég endi þetta með atviki sem gerðist rétt áður en sjóferðin byrjaði. Ég var gest- komandi á heimili þar sem trúboði nokkur og fjöl- skylda hans — þar með talin 10 ára dóttir hans — voru komin til að dvelja á. Þau höfðu lagt bifreið- inni við húsið, og nær því strax og þau voru flutt inn hafði þjófur brotist inn í húsið og stolið ferðatösk- unum er innihéldu fatnað þeirra. Um leið og ég heyrði þetta varð mér að orði: „Þetta var ljóta óheppnin.“ Litla hnátan sneri sér við og sagði: „Ó, ég trúi ekki á tilviljun. Ég trúi á Jesúm.“ „En hvað um fötin ykkar sem var stolið?“ spurði ég. „Veistu ekki,“ svaraði hún „að það stendur í Biblíunni, að þeim sem Guð elskar samverkar allt til góðs.“ Þýtt og stytt úr Living Links

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.