Afturelding - 01.01.1981, Qupperneq 24

Afturelding - 01.01.1981, Qupperneq 24
MDBEHDGKB Utlaginn sá manninn með götin í höndunum Ég villtist í hríðarbyl að kvöldlagi hátt upp í Reykfjöllum Tennesseeríkis. Þó ég væri fallinn í öngvit af kulda, skilaði hesturinn minn mér að bæ. Er ég var að komast til meðvitundar heyrði ég snarka í eldi við fætur mér, og sá skeggjaðan mann bograndi yfir mér, formælandi yfir því að ég vildi ekki opna munn minn fyrir flöskustút. í þessu augnabliksóráði hélt ég mig vera dauðan og hafa lent á röngum stað. Þegar ég kom til sjálfs mín, bar ég kennsl á manninn sem alræmdan útlaga er fé hafði verið lagt til höfuðs — mann, sem hafði svarið að þjarma rækilega að hverjum þeim presti er dirfðist að stíga inn fyrir dyr hans. Ég vissi ekki hvers ég mátti vænta. Enginn hefði getað veitt mér betri aðhlynningu, því björgunarmaður minn og kona hans gerðu allt fyrir mig er frekast mátti verða. Hann tók mig með sér í rúmið og hélt mér stöðugt, alla nóttina upp að sínu stóra hlýja brjósti. Með morgninum leið mér heldur betur og sólin skein og bræddi klakann. Ég var tilbúinn til brottfarar. Þá var sem eitthvað segði: „Nú færðu tækifæri sem enginn annar predikari hefur fengið. Þú verður að reyna að bjarga sál Jakes Wood.“ Hvernig átti ég að byrja? Jake sat við stóra arininn þegar ég lét ofan í söðultösku mína. Ég gekk til hans og tók peninga- seðil upp úrvasa mínum ogsagði: „Hr. Woods, það er skömm að því að greiða þetta líilræði fyrir það sem þú og þín góða kona hafið gert fyrir mig. Þetta er aðeins smá þakklætisvottur fyrir ykkar miklu umhyggju. Ég gæti ekki endurgoldið þér þótt ég væri stórauðugur." Hann mældi mig frá toppi til táar með undrun- arsvip. „Láttu peninga þína niður Doc,“ sagði hann. „Það sem við gerðum þér var gert af klókindum. Hefðir þú komið sem predikari að húsi mínu í gær- kveldi, hefði ég úthýst þér og fagnað því að þú lægir helfrosinn er dagaði. Fyrir 20 vondum árum þegar Almættið tók drenginn minn, einkason okkar, sór ég að enginn fulltrúi þess skyldi undir mitt þak koma. Og ég stóð við þessi orð mín þar til í gær- kvöldi. En þegar hesturinn kom með þig gat ég ekki snúið þér frá. Nú geturðu farið og sagt að þú hafir gist heila nótt hjá Jake Woods.“ Síðustu orðunum hvæsti hann út úr sér milli samanbitinna tanna. Mér hafði mistekist hrapa- lega, greip hnakk minn og stefndi til dyra. En eitt- hvað kramdi samvisku mína líkt og stálfingur. „Þú verður að reyna aftur,“ var hin ótvíræða skipun. Ég gekk um gólf og reyndi að finna skip til Tarsis en ekkert var í sjónmáíi. Ég var handviss um að hann vissi hvernig mér leið, en hann lét ekkert á sér bæra. Að lokum gekk ég til hans og sagði með skjálfandi röddu: „Hr. Woods, égá litla bók sem mig langarað lesa úr og Vin sem ég vil tala við, áður en ég fer. Viltu leyfa mér það?“ Hann sneri sér að konu sinni sem sat í horninu og sagði: „Doc, það er allt í lagi.“ Ég hóf lesturinn í Lúkasarguðspjalli um týnda sauðinn sem fannst, og einnig las ég um glataða soninn er kom heim til föðurhúsanna og var tekið

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.