Afturelding - 01.01.1981, Qupperneq 28

Afturelding - 01.01.1981, Qupperneq 28
ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDA* Nýverið söfnuðusl þúsundir hvítasunnumanna saman í Sao Paulo, Brasilíu, til að vígja samkomuhús Congregacao Crista do Brasil. í húsinu eru sæti fyrir 25.000 manns, og er það hluti stærri byggingar, sem hýsir aðalstöðvar safnaðarins í landinu. Öll byggingin er næstum jafn löng og fótboltavöllur. Hún er talin vera stærsta kirkjubygging evangelískra í heiminum. Meðal viðstaddra við vígsluna voru Paulo Evaristo Arns kardí- náli og Philip Potter ritari Heimsráðs kirknanna. Þessi aðalgrein hvítasunnumanna í Brasílíu var stofnuð 1910 á meðal ítalskra innflytjenda, af Luigi Francescon frá Chicago. Um árabil fóru samkomur safnaðarins fram á ítölsku. Þrátt fyrir að þessar brasilisku kirkjur séu fjölmargar og fjölgi hratt, þá auglýsa þær ekki samkomur sínar, hvorki í blöðum né útvarpi. Þær hafa ekki fastráðna forstöðumenn, þótt sumir stærri safnaðanna hafa bókara á launum. öldungar og djáknar annast predíkun orðsins. ÍPPA 181 Rúmeni skrifar nýlega í blað breskra hvitasunnumanna og segir þar að kristnir söfnuðir njóti meira frelsis til starfa nú, en nokkru sinni fyrr, frá því er kommúnistar tóku völd í Rúmeníu. 800 hvítasunnusöfnuðir eru skráðir hjá stjórnvöldum og 300 bíða skráningar. í mörgum þessara safnaða eru meira en 1,000 manns og í sumum yfir 2,000. f sumum rúmenskum bæjum sækja meira en 75% bæjarbúa Hvítasunnukirkjuna. Dóttir bæjarstjórans í einu þorpi læknaðist fyrir kraftaverk. Nú tilheyra allir 400 íbúar þorpsins Hvíta- sunnukirkjunni. Hann segir enn fremur: „Þar til fyrir sjö árum fengu Rúmenar aðeins að halda eina vikulega samkomu. Nú megum við hafa þrjár og að auki koma saman til kóræfinga og hljómsveitaræf- inga. Þessar stundir verða að samfélags og bænastundum — og það eru undravert hversu margir leika í hljómsveitinni! Ekki má dreifa lesmáli, né auglýsa samkomur og sækja verður um leyfi ef gestir eiga að predíka. Engu að síður eru kirkjurnar setnar til þrengsla og stöðugt streyma inn beiðnir um skírn og inngöngu í söfnuðina." IPPA 181 Hvítasunnuhreyfingin í Kanada hefur aðalþing á tveggja ára fresti, nú síðast í haust. Þarkom fram að 135 söfnuðir hafa bæst við á síðustu 5 árum, og eru nú 1099 Hvítasunnukirkjur í Kanada. IPPA 181 Árið 1981 fagna Hvítasunnumenn í Burma 50 ára starfsafmæli. Strax frá byrjun árið 1931 uxu kirkjurnarmjög hratt. Árið 1966 voru 12,688 í Hvítasúnnuhreyfingunni í Burma, og það ár var starf erlendra kristniboða bannað í landinu. Vöxturinn hélt áfram, þótt kristniboðarnir væru viðs fjarri og nú er talið að um 50,000 manns tilheyri söfnuðunum. IPPA 181 Þrátt fyrir stjómmálalegan óróa í E1 Salvador. er kristilegt starf í blóma. I nóvember 1980 var haldin tveggja vikna samkomuher- ferð á þjóðarleikvanginum í San Salvador. Við leikvanginn eru 60,000 sæti og leikvangurinn troðfylltist kvöld eflir kvöld, svo færri komust að en vildu. Þúsundir manna þjöppuðust saman á leikvanginum sjálfum svo og í heyrnarfæri utan hans. IPPA 181 Frank Holder. brautryðjandi hvítasunnustarfs í Kunming, Kína, heimsótti borgina nýlega eftir 31 árs fjarveru. Kirkjan sem hann predikaði í fyrir valdatöku kómmúnista er nú notuð sem verk- smiðja, en 450 trúaðir koma saman 1 heimahúsum. Þeir sögðu honum að 150 hefðu verið skírðir 1980. Maður og kona fluttu til annarar borgar, stuttu eftir að þau höfðu tekið skím í Kumning. Nú hafa þau heimakirkju í nýju borginni og 85 trúaðir koma saman. IPPA 181 Um 4,000 kristnir komu saman til 20. ársmóts Þýska Evangelíska Sambandsins. Aðalumræðuefnið var samskipti við Hvítasunnu- menn. Mikil skoðanamunur var á hversu langt ætti að ganga í samstarfi við Hvítasunnumenn heima í héraði. Fulltrúar sumra staðbundinna deilda voru jákvæðir gagnvart samvinnu við „hófsama Hvítasunnumenn", meðan aðrir fulltrúar tjáðu nei- > kvætt álit sitt á Hvítasunnuhreyfingunni í Vestur-Þýskalandi, en hún hefur um 70,000 meðlimi. IPPA 181 Trúarleg áhrif verða vart merkjanleg í Svíþjóð árið 2000 ef svo fer sem horfir, segir prófessor Göran Gustafsson við Háskólann í Lundi. Hann kennir um að kristindómsfræðsla hefur næstum verið afnumin í skólum og þjóðfélagið sniðgengur kristilega starfsemi. Kirkjusókn er nú áætluð um 4 af hundraði og minnk- ar. CAW 581 Náðargjafahreyfingin meðal kaþólskra hefur nú náð til 102 landa og breiðist enn út. Þetta er haft eftir föður Tom Forrest, en hann er yfirmaður á skrifstofu kaþólsku kirkjunnar í Brussel, sem fylgist með náðargjafahreyfingunni. Mótmælendur hafa nú óskorað starfsfrelsi á Spáni. Sam- kvæmt nýrri stjómarskrá er fullt trúfrelsi gefið. Rómversk kaþólska kirkjan krefst nú ekki lengur ríkisstyrks þar í landi. CAW381 ERLENDAR FRETTIR ERLENDAR FRETTIR ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDA*

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.