Afturelding - 01.04.1985, Side 9

Afturelding - 01.04.1985, Side 9
0 Einar J.Gíslason: Hvitasunna Með þessu tölublaði Aftureld- ingar er önnur aðalhátíð ársins Hvítasunnan að baki. Á dögum Gamla testamentisins var hún uppskeruhátíð, þegar fyrsta uppskeran að vori var borin í hús Drottins til veififórnar.1 Andinn var gefinn eftir að Jes- ús var dýrðlegur orðinn.2 Þá varð sannarlega uppskera í söfn- uði Jesú Krists, þegar 3.000 manns tóku trúarafstöðu, sem byggðist á iðrun og afturhvarfi og létu skírast í nafni Heilagrar þrenningar. Biblían kennir að skíra eigi í nafni Heilags anda og í nafni föður og sonar, sem myndar heilaga þrenningu. Þetta er grundvallar uppsker- an í ríki Guðs. Við finnum þenn- an frumgróða í 14. kafla Opin- berunarbókarinnar, 14. versi, þegar 144 þúsundir frelsaðra og Einar J. Gislason er forstöðumaður Hvíta sunnusafnaðarins í Reykjavík og hefur gegnt þvi starfi frá 1. október 1970. Fram að þeim tima, frá 1948, gegndi hann forstöðu- mannsstarfi í Betel, Vestmannaeyjum. Hann lauk námi frá Bibliu- skóla i Sviþjóð og hefur mikið unnið að kristi- legu starfi, innanlands sem utan. kallaðar frumgróði handa lamb- inu. Sumir hópar halda því fram að þessi frumgróði sé að koma fram í dag. En slíkt passar ekki. Skiljanlega kom hann fram í upphafi. Því heitir hann frum- gróði. Þetta er einn þáttur Hvíta- sunnunnar. Meginþátturinn er þó sá að þá var andinn gefinn. Nú var Jesús dyrðlegur orðinn. Það vekur furðu mína hve fijótt Andinn var gefinn. Aðeins tíu dögum eftir himnaför Jesú var kominn Hvítasunnudagur og klukkan níu um morguninn kom andinn með krafti, eldi og tungutali. Yfirskin guðhræðslunnar er að finna um allan heint. En krafti hennar er víða afneitað. Þegar eldur Heilags anda kvikn- ar, logar og breiðist út, skiptast menn í aðskilda hópa, rétt eins og á Hvítasunnudag. Sumir höfðu að spotti og kváðu læri- sveina Drottins drukkna í sætu víni. Aðrir tóku þetta sem stór- merki Guðs, sem það og var. Það kemur fram í ræðu Péturs á Hvítasunnudag að reynsla Hvítasunnunnar er ekki aðeins bundin við einn dag. „Yður er ætlað fyrirheitið og börnum yðar, öllum þeim sem í fjarlægð búa. Öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín.“ Enda sést að þessi reynsla endurtekur sig, eins og greint er frá í Postula- sögunni kapitulum 10 og 19. Áfrant sjást sömu einkennin í bréfum Páls postula, einkum í 12. og 14. kafla fyrra Korintu- bréfs. Það sem menn steyta sig á í sambandi við Hvítasunnu og andann, eru táknin sem komu fram, þegar menn fylltir af anda Guðs, töluðu tungum og spáðu. Sumar kirkjudeildir sem meina sig vera Biblíulegar, rísa hér í gegn og strika út náðargjöfina og tungutals táknið. Óguðleg orð hafa verið rituð í gegn þessu og helgir staðir, vígðir Drottni, ver- ið notaðir til andmæla. En upp- runaleg Hvítasunna hlýtur að endurtaka sig og sveija sig við upphaf sitt. Þeir töluðu allir tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. Hér hlutu þeir bæði táknið, sem fylgir skím Heilags anda og náðargjöfina að tala tungum. Framhald á bls. 23.

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.