Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 2
 Lou’tse .ICP GoöUeV Ég var týnd í synd! Þegar ég hafði lifað í mörg ár í uppreisn og þrjósku, fór ég að þrá í ör- væntingu að frelsast frá þeim lífsháttum sem ég þekkti. En ég þekkti engan frelsara. Mér fannst ég vera alein í vandræð- um mínum og þeirri ábyrgð að koma lífi mínu á réttan kjöl. Ég hugsaði: „Ef til er Guð, þá hefur hann örugglega snúið við mér baki, því ég er svo mikill synd- ari.“ Mér fannst ég vera algjörlega hjálparvana og vonlaus. Ég reyndi svo margar lausnir. Ég ilutti þúsund mílur í burtu, til borgar þar sem ég þekkti engan — en einmanaleikinn var ekki lengi að ná yfirhöndinni og reka mig í leit að félagsskap. Mér leið best meðal drykkjusjúklinga og eiturlyijaneytenda og því hvarf égafturtil fyrri lifnaðarhátta. Ég sneri mér einnig að aust- rænum trúarbrögðum í von um að verða betri manneskja . . . en þótt þau lofuðu leiðinni að alvit- undinni, þá var ég brátt komin undir ok lögmála, sem ég náði ekki að lifa eftir. Þetta varð ekki til annars en að auka við tilfinn- ingu mína um að ég hefði tapað, því nú hafði Guð, eins og ég hélt að hann væri, gefist upp á mér h'ka. Ég reyndi líka sjálfs-endur- hæfingu. Ég tók upp strangt mat- aræði og lærði um lækningar- mátt ýmissa róta og plantna. Ég vonaði að afturhvarf til náttúr- unnar mundi uppbyggja sál mína. En þótt ég gæti hreinsað minn ytri mann, var hjarta mitt enn ósnert. Þetta eru aðeins fáeinar af mörgum árangurslaus- um tilraunum mínum til að verða betri manneskja. Sjálfs- ímynd mín varð lakari og lakari, og það leiddi mig aftur dýpra og dýpra í eiturlyf og andfélagslega hegðun. Eins og sumir hafa sagt, ég var svo langt niðri að ég þurfti að líta upp til þess að sjá botn- inn. Ég var eins og fluga föst í blautri málningu, ég gat ekki losnað. En Jesús var alltaf til staðar! Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, en nú þegar ég lít til baka, minnist ég margra atvika þegar hann sendi einhvern eða eitt- hvað í veg minn, sem benti mér á leiðina til hans. Einu sinni var ég að ferðast á puttanum og kristið fólk tók mig upp og sagði mér frá fagnaðar- erindinu. Ég var ekki tilbúin, ég bara hló og hæddist að þeim. En sæðinu var sáð. Öðru sinni þegar ég var á göt- unni kom ungur maður og fór að segja mér frá Jesú. Ég reyndi hrokafull að afsanna guðfræði hans, en Guð vökvaði það sem hann hafði plantað. Einu sinni stal ég Biblíu úr hótelherbergi. Mér fannst ég svo sek að ég sendi afsökunarbréf. Þeir sendu mér námskeið í biblíubréfaskóla í staðinn. En ég hélt að kristni væri aðeins fyrir kynslóð afa míns og ömmu. Okkar kynslóð var of „svöl“ fyrir þetta gamla rugl! Jafnvel þótt ég hæddi í fáfræði minni og miklaðist í yfirlæti mínu, hindraði það ekki Jesú í að rétta hönd sína til mín í kær- leika, og skapa mér hvert tæki- færið á fætur öðru til að iðrast. „Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrun- ar.“ (II. Pétursbréf 3:9). (Þakka þér Jesús að þú gafst ekki upp á mér. Þótt ég þyrfti að enda í fangaklefa, jafnvel í ein- angrun; þú leyfðir það allt, vegna þess að þú elskar mig og vildir að ég sœi Ijósið og sann- leikann). Já, ég varð að enda í fangelsi, og ég er þakklát fyrir það, vegna þess að það þýddi að ég gat ekki haldið áfram heróínneyslunni né þeim lífsháttum sem henni

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.