Afturelding - 01.01.1987, Qupperneq 4

Afturelding - 01.01.1987, Qupperneq 4
MBiOGl Hr. Hvítasunna Suður-afríski guðsmaðurinn David du Plessis andaðist 2. febr- úar sl. 82 ára að aldri. Hann átti litrika cevi að baki og einstaka þjónustu í guðsríki. Du Plessis fór ekki troðnar slóðir, hann var spor- göngumaður, posluli Heilags anda í rótgrónum kirkjudeildum nútim- ans. David du Plessis átti þess kost að kynnasl og starfa með mörgum frumkvöðlum Hvítasunnuvakning- arinnar svo sem T.B. Barratl, Smith Wigglesworth, Lewi Pethrus og fleirum. Hann fékk að sjá þessa hreyfingu breiðast eins og loga um akur, mœtti misskilningi og beinni óvild annarra kristinna, sem töldu hvítasunnukenninguna hina örg- ustu villutrú. Árið 1936 var David aðalritari Apostolic Faith Mission í heima- landi sínu, Suður-Afriku. Morgun einn mætti hann snemma til vinnu til að Ijúka aðkallandi verkum. Skyndilega var hurðinni svipt upp og Smith Wigglesworlh, kunnur trúboði og forystumaður, gekk inn. Hann sinnti ekki kveðju Davids heldur skipaði honum á fœtur. Síð- an lagði þessi öldungur hendur yfir unga manninn og bar fram spá- dóm. Efni spádómsins var að Drottinn œtlaði að senda vakningu til rótgrónu kirkjudeildanna. Þessi vakning yrði langtum viðtækari en Hvítasunnuvakningin. David skyldi fá að líta þessa vakningu og ef hann yrði trúr, auðmjúkur og hlýðinn þjónn þá fengi hann að vinna að verkinu. Áratugir liðu uns þessi orð rætt- ust. Þá varð David du Plessis mjög umdeildur maður, ekki síst meðal samherja sinna. Ferill Davids du Plessis var ekki alltaf greiður. Margl sem hann gerði orkaði mjög tvímælis, þá gert var. Hann gekk eftir kölluninni, sem hann hlaut fyr- ir spádóm og timinn hefur leitt í Ijós að varfrá Guði komin. Sumarið 1984 fórum við Hafliði Kristinsson forstöðumaður, á al- heimsmót Hvítasunnumanna i Ziirich. Á mótinu fengum við tœki- færi til að hitta David du Plessis og borða með honum. Þetta borðhald verður mér lengi i minni, ekki vegna matarins, heldur samvist- anna við Du Plessis. Við sátum lengi dags og spurðum hann spjör- unum úr. Hann sagði margar sögur af minnisstœðum atvikum í lifi sínu, hvernig hann hafði fengið að reyna handleiðslu Guðs jafnt í stóru sem smáu. Við töluðum um náðar- gjafavakninguna og starf hans inn- an hinna rótgrónu kirkjudeilda. Það umræðuefni átti auðheyran- lega hug hans allan. Úthelling Heilags anda yfir „allt hold", eins ogJóel spámaður sagði fyrir um. Við áralangt starf innan hinna ýmsu kirkjudeilda, setur á ráð- stefnum og þingum, fann David óhjákvœmlega til átaka og sundur- lyndis meðal kristinna manna. Af- staða hans til samkirkjuhreyfingar- innar og samstarfs kristinna manna hlýtur því að vera forvitni- leg. Hér á eftir fara kaflar úr viðtöl- um, sem Stephen Strang, ritstjóri Charisma átti við David du Plessis fyrir tveimur árum og stuttur kafli úr viðtali, sem birtist I tímaritinu Pathfinders. Ritstjórn Aftureldingar er ekki endilega sammála öllum skoðunum Davids du Plessis, en viðhorf hans eru vissulega athygli- verð og vekja til umhugsunar. Guðni Einarsson.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.