Afturelding - 01.01.1987, Side 5

Afturelding - 01.01.1987, Side 5
1 David du Plessis Hvernig fékkst þú nafngiftina Hr. Hvítasunna? Það var árið 1954, í lllinois, á fyrsta fundi mínum með Alheims- kirkjuráðinu. Ég gegndi ekki neinu embætti, og í Alheimskirkjuráðinu eru einungis embættismenn, svo þeir gátu ekki sagt að ég væri full- trúi eða sendimaður Hvítasunnu- manna. En vegna þess að ég var starfsmaður Útvarps i Austurlönd- um fjcer var ég flokkaður með blaðamönnum. Síðan var mér falið að sjá um alla sendifulltrúana, sem ekki töluðu ensku, á ráðstefnunni, og aðstoða þá á fundum með blaðamönnum og fréttamönnum og leiðbeina þeim í þessum efnum. Þeir voru að spyrja mig hvað ég væri, vegna þess að ég var öðruvísi en aðrir, og þá sagði ég þeim að ég væri Hvítasunnumaður. Þá fékk ég nafnið Herra Hvítasunna — Mr. Pentecost. Hvað olli því að þú fórst að eiga Égprédika ekki skírn; ég prédika Skírara. viðræður við Rómversk-kaþólsku kirkjuna? Árið 1961 var mér boðið að ávarpa nefnd Alheimskirkjuráðs- ins, Commission of Faith and Order. Og í fyrsta sinn í sögunni, hafði Jóhannes XXIII, páfi, sent sendimenn sína sem áheyrnarfull- trúa á þennan fund. Breski fulltrú- inn kom, heyrði mig ávarpa nefnd- ina og kynna þá fyrir skíraranum Jesú Kristi. Hver var boðskapur þinn til þess- ara fulltrúa Vatikansins? Ég prédika ekki skírn; ég prédika Skírara. Ef maður prédikar skírn, þá er spurt um hvaða skírn sé að ræða. Skírn Jóhannesar? Vatns- skírn? í Fyrra Korintubréfi 12:13 stendur: „í einum anda vorum vér allir skírðir til að vera einn líkami.“ Þarna er Andinn sá sem skírir; lík- aminn er skírnþeginn. Ég segi alltaf „skírn af Jesú í Heilögum anda“ — skírn Jesú. Lokaorð mín til þeirra ,,Þú ert maður Heilags anda, þú hlýtur að vera heilagur. “ þennan dag voru þessi: „Ég er ekki hér til þess að leita eftir heiðri né neins konar viðurkenningu fyrir Hvítasunnuhreyfinguna. Ég spyr ykkur: Viðurkennið þið Krist sem höfuð kirkjunnar? Þið lítið enn á hann sem Frelsarann. Hvers vegna eruð þið hættir að líta á hann sem Skírarann?" Hann getur ekki skírt ungabörn í Heilögum anda. Heilag- ur andi gjörir mann reiðubúinn til þjónustu. Driffjöður kirkjunnar og það sem umsneri veröldinni áður fyrr tapaðist. Þetta er boðskapur minn. Hver urðu viðbrögð kaþólsku fulltrúanna? Einn varð fyrir áfalli — Dr. Bern- ard Leaming. Hann kom til mín og sagðist hafa verið guðfræðingur í fjörutíu ár, en hann hefði aldrei heyrt nokkurn kalla Jesú skírara. Hann vildi vita hvers vegna. Síðan fór hann að athuga málið, og komst Frh. á bls. 26 menn vilja frekarfórna sannindum Ritningar- innar en að fórna hefð sinni.

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.