Afturelding - 01.01.1987, Side 7
Annað sameiginlegt einkenni
meðal þeirra sem biðja mest er
að þeir finna svo greinilega fyrir
hinum andlegu átökunum sem
eiga sér stað þegar þeir biðja.
(Sbr. Daníelsbók 10, þarsegirfrá
því er Daníel var búinn að biðja
lengi, og fékk bænasvar, en því
hafði seinkað vegna baráttu í
andaheiminum. Hins vegar var
bæn hans heyrð á fyrsta degi).
Nú biðja menn sérstaklega gegn
eindreginni efnishyggju, öfug-
uggahætti, hjónaskilnuðum, lög-
leysu og misnotkun eiturlylja.
Ray Bringham hefur stjórnað
morgunbænastundum í sex ár.
Hann segir: „Síðustu tvö árin
hefur þessi hreyfing vaxið. Guð
var viðbúinn allan tímann. Nú
er fólkið tilbúið og kirkjurnar.“
B.J. Willhite í Church on the
Rock tekur í sama streng: „Þetta
breiðist ört út og meðal margra
kirkjudeilda."
Það sem gaf frumkirkjunni
kraft var sameining í bæn. „Ef
Guð ætlar að endurreisa kirkj-
una í allri sinni dýrð, og ef dýrð
þeirrar seinni á að verða jafnvel
meiri en hinnar fyrri, þá verðum
við að hverfa aftur til grundvall-
aratriðanna,“ segir Tilton frá
Word of Faith kirkjunni. „Til
þess að ná þeim árangri sem Jes-
ús og frumkirkjan náði verðum
við einfaldlega að gera það sem
Jesús sagði og það sem frum-
kirkjan gerði: Iðka einhuga bæn
í sameiningu. Þegar frumkirkjan
sameinaðist á einum stað og hóf
upp einróma raust sína, þá öðl-
aðist hún kraft.
Þegar við biðjum saman erum
við miklu öflugri heldur en þeg-
ar við biðjum sitt í hverju lagi. í
fimmtu ’ 'ósebók 32:30 segir að
einn maður reki þúsund á flótta,
en tveir reki tíu þúsundir á
flótta 'leildarárangur þeirra
sem vinna saman er meiri en
heildarárangur þeirra sem vinna
sitt í hverju lagi.“
Jeanne Halsey, ritstjóri frétta-
blaðsins Arrow, sem Word of
Faith gefur út, segist hafa undir
höndum þykkan bunka af bréf-
um frá fólki, sem hefur séð líf sitt
taka stórkostlegum breytingum
eftir að hafa stundað reglulegar
morgunbænir. Sumir segja frá
velgengni í viðskiptum, aðrir
vitna um lækningu og a.m.k. ein
Oölskylda sanieinaðist á stór-
kostlegan hátt. Flestir segjast
vera líkamlega sterkari frekar en
slappari eða þreyttari, eftir að
hafa sótt bænastundir á morgn-
ana.
Derek Prince segir um bæna-
vakninguna: „Ég hef verið krist-
inn í 45 ár og hcf aldrei upplifað
neitt þessu líkt.“ Derek er einn
af leiðtogum Good News Fell-
owship í Bandaríkjunum. I apríl
á síðasta ári ákvað stjórn safnað-
arins að hvetja fólk til að fasta og
biðja samfellt í þrjár vikur til
þess að kalla fram auðmýkt og
iðrun. Enginn fastaði alla dag-
ana, en allir tóku að sér að fasta
einhverja daga. Jafnframt voru
haldnar bænasamkomur í kirkj-
unni klukkan fimm á morgnana.
Fyrsta morguninn komu
þrettán. Næsta dag sjö. Þriðja
morguninn komu aðeins fjórir.
En þeir sem komu báðu ákaft.
Einn maður grét bókstaflega í
þrjá daga þegar hann var að
biðja fyrir söfnuðinum.
Fimmta morguninn komu
Oörutíu, næsta morgun sjötíu.
Aður en þrjár vikur voru liðnar
voru meira en 250 manns farnir
að stunda bænasamkomurnar á
hverjum morgni klukkan fimm,
þar á meðal heilar fjölskyldur
með lítil börn.
Aðalmarkmiðið var iðrun.
„Við gerðum okkur grein fyrir
Derek Prince.
því að við höfðum komið fram
við Guð eins og hann væri þjónn
okkar,“ viðurkennir Derek. Fólk
iðraðist frammi fyrir Guði og
játaði syndir sínar; hroka, eigin-
hagsmunasemi og sjálfselsku.
Þegar tuttugasti og fyrsti dag-
urinn nálgaðist fylltist fólk eftir-
væntingu. Það fann að Guð vildi
gera eitthvað sérstakt fyrir söfn-
uðinn. „Við höfðum látið stjórn-
ast af löngunum okkar,“ segir
Derek. „En við höfðum ekki
kraft til að breyta okkur sjálf.
Aðeins Guð gat gert það, og til
þess þurftum við að iðrast. Á
síðsta degi föstunnar gerðist
eitthvað; Guð skapaði eitthvað
nýtt í söfnuðinum." Og morgun-
bænastundirnar, sem einungis
voru skipulagðar í tuttugu og
einn dag, halda áfram og að-
sóknin eykst stöðugt.
Derek segir að lokum: „Djöfl-
inum er alveg sama hvað við
gerurn, svo lengi sem við gerum
ekki það sem skiptir máli.“
Samantekt úr Buckingham
Report og Charisma