Afturelding - 01.01.1987, Side 10

Afturelding - 01.01.1987, Side 10
Larry Lea Bænahús fullt af krafti Fólk var vant að stunda við- skipti í helgidóminum áður en Jesús kom þangað inn. Þann dag breyttist umhyggja hans í heilaga reiði, og hann rak uxana og sauðina með svipu út á götuna. Áður en furðulostnir áhorfend- urnir gátu snúist til varnar kom hann aftur — og nú til þess að velta um borðum dúfnasalanna og víxlaranna. Meðan klingjandi smápeningar rúlluðu eftir gólf- inu þrumaði hann: „Hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli." Blindir og haltir, sem vissu að aðeins hræsnararnir höfðu eitt- hvað að óttast, hópuðust um hann inni í musterinu. Jesús læknaði þá, á meðal ánægðra smábarna, sem hlógu og hróp- uðu glöð til hans: „Hósanna syni Davíðs!“ Þegar æðstu prestarnir og fræðimennirnir báðu Jesú gramir að skipa börnunum að þegja svaraði hann þeim rólega: „Já, hafið þér aldrei lesið þetta: „Af barna munni og brjóstmylk- inga býrðu þér lof.““ (Matt. 21:1216). Kirkjur fullar af krafti Guðs Taktu eftir atburðarásinni í þessum versum. Fyrst hreinsar Jesús musterið, svo það verði hreint hús (v. 12). Síðan lýsir hann því yfir að það eigi vera hús bcenarinnar (v. 12). Því næst fylltist musterið krafti við það að hann læknaði þá blindu og höltu (v. 14). Að endingu varð muster- ið hús fyrir fullkomna lofgjörð (v. 16). Ætti ekki sams konar þróun að eiga sér stað nú í kirkj- um okkar og okkur sjálfum? Við erum musteri hans Páll postuli segir: „Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður?“ (I. Kor. 3:16). Þú og ég erum hluti af alheimssöfnuðinum, sem er „bústaður handa Guði fyrir anda hans“ (Ef. 2:20-22). En því miður eru musteri okkar oft óhrein af græðgi, sjálfselsku og öðrum syndum. Það er til skammar þegar kristinn maður segir eitt en gerir annað. Guð blessar ekki óhrein- an söfnuð. Söfnuður hans verður ekki musteri fyllt krafti og full- kominni lofgjörð fyrr en hann leyfir Heilögum anda að hreinsa burt alla skinhelgi og breyta honum í bænahús. Hægt er að færa ljósastikuna Veittu athygli skýrri aðvörun Guðs til safnaðar síns: „Ef þér heyrið raust hans í dag, þá for- herðið ekki hjörtu yðar, eins og í uppreisninni á degi freistingar- innar á eyðimörkinni.. (Hebr. 3:7-8). Þessi ritningargrein sýnir okk- ur að ísraelsmenn heyrðu en gáfu ekki gaum að því sem Guð sagði — og verkefni þeirra, að vinna Kanaanland, var hindrað. Guð hafði lofað þeim þessu landi, en þegar njósnararnir tólf sem Móse hafði senl út komu til baka, voru tíu þeirra hrœddir og gáfu skýrsluna fullir hræðslu og mótþróa. Þrátt fyrir að hinir tveir, Kaleb og Jósúa, reyndu að róa fólkið og hvetja til innrásar, þá voru flestir hræddir. Vegna þess að þeir neituðu að hlusta á Guð dó öll sú kynslóð í eyði- mörkinni. Neikvæð afstaða ogneikvætt tal Tími Guðs er annar en tími okkar. Samkvæmt áætlunum hans var rétti tíminn til að her- taka landið, en fólkið — ísraels- mennirnir, voru óánægðir og uppteknir af daglegu amstri. Umræður þeirra voru e.t.v. svip- aðar daglegu tali okkar: „Hefur þú tekið eftir því að Móse smyr ekki lengur?" — „Þú verður að sjá um að útvega börnunum meira manna!“ — Jósúa og Kaleb eru öfgatrúarmenn. Þeir ganga um og segja „við munum örugglega vinna,“ en allir vita að óvinirnir eru miklu öflugri en við.“

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.