Afturelding - 01.01.1987, Page 11

Afturelding - 01.01.1987, Page 11
m Þeir óttuðust hetjurnar í Kan- aanlandi meira en Guð. Þeir einblíndu á vandamálin frekar en fyrirheitin. Þeir sáu víggirtar borgir í staðinn fyrir vilja Guðs, og vegna þess að þeir hlustuðu ekki á það sem Andinn sagði þeim, ráfuðu þeir um eyðimörk- ina í tjörutíu ár þar til þeir dóu. Söfnuður Guðs er í neyð Þetta er í fullu gildi fyrir okk- ur núna. Við crum hér til þess að taka landið, cn í staðinn erum við uppekin af að lesa íþróttasíð- urnar, horfa á sjónvarpið, borga leigur og lán eða íhuga mögu- leika á stöðuhækkun í vinnunni. A meðan þetta fyllir huga okkar, kallar Heilagur andi okkur til að biðja — en við hlustum ekki. Söfnuður tuttugustu aldarinn- ar stendur langt að baki hinum biblíulega krislindómi. Meðal- mennskan hefur hertekið líkama Krists og við höldum að það sé eðlilegt. A þessum síðustu tímum eyk- ur Guð hraðann á öllu sem hann gerir. Samt sitja 99% okkar föst og höfum þörf fyrir að líf okkar breytist í musteri og bænahús. Við verðum að þroska og aga bænalíf okkar til þess að kraftur Guðs geti opinberast í okkur. Ef þú heyrir rödd Drottins kalla þig til að biðja núna, þá skaltu ekki forherða hjarta þitt. Biddu Heilagan anda að láta þig ekki í friði fyrr en bænalíf þitt hefur breyst úr löngun, í daglega iðkun, og sem að lokum verður að heilögum unaði. Láttu Jesú velta burt og reka út úr lífi þínu það sem hindrar musteri þitt í að vera bænahús. Það er ekki gott að hafa tjósa- lykt, jarmandi sauði og klingj- andi koparmynt í staðinn fyrir heilaga nærveru Guðs. Á must- eri þitt að vera verslunarstaður áfram, eða viltu hlusta og breyta um stefnu? Verum hreinskilin og raunsæ. Ef þú ferð ekki að biðja, þá muntu ekki hafa kom- ist lengra með Drottni á næsta ári en þú ert núna. Áður en þú færð loforð um breytingu verður þú að taka ákvörðun. Ætlar þú að velja veg- inn með Guði áfram? Vilt þú biðja: „Herra — gerðu musteri mitt að hreinu húsi fullu af krafti bænar og lofgjörðar til heiðurs þér.“ Viltu það? Þýtt — GM Einu mistökin Hannfór í sköhlifar þegar rigncli. Hann burstaði tennurnar tvisvar á dag og notaði aðeins viður- kennt tannkrem. Hann fór i lœknisskoðun tvisvar á ári. Hann svaf við opinn glugga. Hann boröaði œvinlega mikið af fersku grœnmeti. Hann gœtti þess að fá hið minnsta átta stunda svefn á hverri nóltu. Hann hvorki reykti né drakk og œsti sig aldrei. Það benti allt til þess að hann gœti lifað í hundrað ár. En útförin verður gerð n a’stkomandi m ið vikudag. Eftirlifandi eru: Atta sérfrœðingar Þrjú heilsuhœli Tveir sjúkraþjálfarar og ólalinnfjöldi kaupmanna er að selja hollustuvörur og bœtiefni. Ekkert af hinu ofantalda er af því illa. en samt dugði það honum ekki til að búa sig undir dauðann. Honum urðu á ein mistök. Hann gleymdi Guði. Nú er hann í ríki dauðans. Gerirþú sömu mistök? Biblian segir: ,.Hvað stoðarþað manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni?Eða hvað ga’ti maður látið til endurgjalds fyrirsálu sína?“ (Markús 8:36,37). Það þarf enginn að glatast. Biblían segir: „Efþú játar með munni þinum :Jesús er Drotlin - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn veröa.“(Rómvbr. 8:9).

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.