Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 16
Óratorían
MESSÍAS
Lítt þekktar staðreyndir
um tilurð „Messíasar, “
elskuðustu óratoríu páskanna.
m
]WIL
/lc ~H/aetiftn^ Íídijttijtfí?U< 1 JÍaKl
Handrit Hándels.
Kæfandi hiti og lognmolla
reyndi á taugar íbúa Lundúna
22. ágúst 1741. Þrátt fyrir hitann
þetta kvöld, ráfaði maður nokk-
ur þreytulega um dimm strætin.
Hann var lotinn og farinn að
eldast. Þetta var Georg Friedrich
Hándel, enn einu sinni á eirðar-
lausu rápi um göturnar. Þessar
göngur voru orðnar að vana, og
meðan hann gekk hvarflaði
þreyttur hugur hans ýmist til
minninga um forna frægð eða
fylltist vonleysi og örvæntingu
um framtíðina.
í Ijóra áratugi hafði Hándel
samið tónverk, sem höfðu unnið
aðdáun yfirstéttarinnar bæði í
Englandi og á meginlandinu.
Hann var uppáhald konungsíjöl-
skyldunnar og hafði oft verið
heiðraður, m.a. settur skólastjóri
við Konunglegu tónlistaraka-
demíuna. Síðan var honum
skyndilega útskúfað úr félags-
skap aðalins. Óróaseggir gerðu
uppþot á óperusýningum hans.
Á fáum mánuðum var Hándel
sokkinn í sárustu fátækt og gjald-
þrot blasti við honum. Hann dró
sig í hlé úr opinberu lífi, sigraður
maður.
Samt voru erfiðleikar hans rétt
að byrja. Hann fékk heilablóð-
fall og líkami hans lamaðist
hægra megin. Hann gat hvorki
gengið, hreyft hægri höndina né
skrifað nótur. Læknarnir gátu
ekki gefið honum neina von um
bata.
Tónskáldið aldna ferðaðist til
Aix-la-Chapelle til að stunda
böð. Læknir hans varaði hann
við að vera lengur en þrjá tíma í
brennheitu vatninu, en Hándel
var níu tíma samfleytt. Smám
saman tóku máttlausir vöðvarn-
ir við sér og öðluðust kraft.
Hann gat farið að ganga og
lömunin hvarf úr hendinni.
Þegar heilsan batnaði hóf
Hándel störf á ný. Sköpunar-
gleðin gagntók hann og hann
skrifaði Ijórar óperur í röð á
skömmum tíma. Hann var
heiðraður margvíslega á ný, en
örlögin gripu aftur grimmilega í
taumana.
Karólína drotting, sem hafði
lengi verið traustur vemdari
hans, lést. Tekjur Hándels
minnkuðu jafnskjótt. Þessi vetur
var óvenjuharður í Englandi, svo
ekki þótti fært að eyða eldsneyti
til að hita upp leikhúsin. Öllum
uppfærslum var frestað. Um
tíma lifði Hándel á lánum frá
vinum sínum. Mánuðir liðu.
Hann sökk dýpra í skuldir og
smám saman dofnaði neisti
sköpunargleðinnar. Honum
fannst hann vera gamall, þreytt-
ur, vonlaus og sigraður.
Þessa nótt, þegar hann
þrammaði eirðarlaus um auðar
göturnar, nam hann staðar um
stund fyrir framan kirkju, sem
grillti í gegnum húmið. Hann
hugleiddi stöðu sína í biturri
sjálfsvorkunn. Hvers vegna hafði
Guð veitt sköpunargáfu hans
viðreisn, til þess eins að láta rífa
hana burt aftur? Úr djúpi ör-
væntingarinnar hrópaði hann:
„Guð minn, Guð minn, hví hef-
ur þú yfirgefið mig?“
Hann laut höfði í sálarkvöl, og
hélt heim á leið til fátæklegra
herbergja sinna. Þegar hann
opnaði dyrnar sá hann að gestur