Afturelding - 01.01.1987, Side 24
Kristnir listamenn í Evrópu
Sjöunda alþjóðlega mótið, 10.—15. ágúst 1987
Forstöðumaður nokkur skrifaði:
„Þetta mót er nauðsynlegt öllum
þeim sem starfa á einhvern hátt að
flutningi kristilegrar tónlistar."
Þátttakandi skrifaði: „Það var svo
mikil hjálp í að skiptast á þekk-
ingu“; annar þátttakandi: „And-
rúmsloftið var svo blessað.“ Lista-
maður skrifaði: „Eftir mótið er ég
ekki lengur hræðilega einn, heldur
varð ég hluti af stórri alþjóðlegri,
marglitri fjölskyldu"; annar lista-
maður sagði: „Þvílík uppörvun fyr-
ir líf mitt, þjónustu og f]ölskyldu.“
Kennari nokkur sagði: „Ég er svo
ánægður með að geta miðlað rétta
fólkinu af öllu því sem Guð gaf
mér, ég hlakka til næsta árs.“
Leen La Rivire, alþjóðlegur
stjórnandi, sagði: „Við höfum ótelj-
andi yfirlýsingar svipaðar þessum.
Þær sýna að hér brúast bilið milli
þjóða, ólíkrar menningar og kirkna.
Það er ekki auðvelt að segja hvað
mótið er og hvað það gerir fyrir
þátttakendur, en það er mikilvægt.
Vel þekktur maður sagði að þetta
námskeið væri upphaf á nýrri vakn-
ingu og endurfæðingu. Það er ef til
vill orðum aukið, en sannleikurinn
er sá að samtöl við listamenn,
kennara, þátttakendur, blaðamenn,
framkvæmdastjóra, áhugafólk, for-
stöðumenn og öldunga leiða í ljós
að námskeiðið var þeim einstaklega
mikils virði, ólýsanlegt og „ósegj-
anlegt“, nokkuð sem maður verður
að kynnast af eigin raun.
Þátttakendum hefur fjölgað úr
400 fyrsta sumarið í 1500 s.l. sum-
ar, vegna dreifingar 150,000 bækl-
inga á 10 tungumálum um alla
Evrópu, og einnig hafa frásögur
þátttakendanna borist frá manni til
manns.
Þátttakendur voru frá 31 þjóð og
öllum heimsálfum.
Yf'ir vikuna hittast 400 mismun-
andi námshópar, sem njóta fræðslu
á fimm tungumálum, og um sextíu
leiðandi listamcnn og hópar hvað-
anæva úr heiminum flytja næstum
allar tegundir kristilegrar tónlistar.
Einnig eru kvikmyndasýningar,
leikhús, einkatímar, ráðgjafarþjón-
usta og ráðleggingar. Á námskeið-
unum er kennt næstum allt varð-
andi þjónustu og færni á sviði. Jafn-
framt eru almennir fundir þar sem
leiðandi listamenn og ráðgjafar
upplýsa „leyndarmál" lífs síns og
þjónustu.
SJÖUNDA ALÞJÓÐLEGA
TÓNLISTARNÁMSSTEFNAN
10.-15. ÁGÚST, 1987 í HOLLANDI
Ráöstefna og námskeió fyrir tónlistarfólk, þvi til uppörvunar, fræöslu, þjónustu og samfélags.
Tilgangurinn er aö hvetja til þjónustu, samstarfs og einingar meöal kristinna tónlistarmanna, stofnana,
kirkna, útgefenda og leiötoga i Evrópu. Sameinum kraftana og sjáum hvernig allt hjálpar til aö gera
þessa viku aö uppörvun. Fræöslan er upphaf nýrrar endurreisnar. Þessi námsstefna hjálpar þér aö
uppgötva gjafir þinar til þjónustu.
HLJÓMLEIKAR - HÁTÍÐ - STARFSHÓPAR - UMRÆÐUR - NÁMSKEIÐ - ÞJÁLFUN -
BIBLÍUKENNSLA - LEIÐTOGASTARF
ALÞJÓÐLEG SKRIFSTOFA:
CHRÍSTIAN ARTISTS EUROPE, POSTBOX 81137, 3009 GC ROTTERDAM, HOLLAND
Sími 90-31-10-4215547/4211098 Telefax: 90-31-10-4559022
LISTAMENN OG LEIDBEINENDUR
Barry Mc Guira. Soott Wctiey Brown Steve Camp Contmentel Smgert Marilyn Baker, Oave Robertt. Jaan A Elmer Oarnall. Martyn
Joteph. Phil & John. Nanette Welmant. Back to Beck Theatra. John Oanialt. Nigel Goodwin, Bryn Haworth. Oenmt Clere. John Smith.
Thao Martent. Jan Groth, Cheerful Meitage Hani Martin Wehler. Arno A Andreai. Oietar Falk Band. Oamarn Joy. Nicole Vogel Sacrad
Soundi of Grau. Jen Vanng & Ebbi Rink. Jonethan & Laurent. Johannei Jourdan. Chnitian Loar. Oon Navrby, Werner Hucki, Jukka
Leppilampi. Claude Frayue. Claude & Julia Payan. Jean-Cieude A Minam Thicnpont. Oanw A Moiie Hurtel Image. Palata. Sally
Phoenn, Robart Hill, Rodney Cordner. Larry Hogan. Split Level. Fr Peter Cullen. Fr Jack Crean. Pino Carella. Giuieppa de Chinco.
Aibino Monnici. Frani de Berg. Rene van Brockhoven. Carel Hemuui Band, drama group YWAM. Gafka Koelbioed. Oick le Mair.
Aad Peteri. Keet A Henny Schri|ver. Marcal Tiemanima. Elly A Rikkert Zuidervald. Solvaig Laithaug. Svanta Widen. Spai Vivani. Adollo
Rivaro, Ingemar Olieon. Arne Hoglund. tngcmar Janneriio. Heinj Bom. Contact, Either Erkel Gabael. Alain Kreu. Peter Reichan. Rolf
Schneider, Eureka Alam Bargaee. John Lerbar. Portrait
áskilinn er ráftur fll breyflnga I hópi liatamanna og loiöbeinonda
UPPLÝSINGAR VEITIR
Guöni Einarsson
P.O.Box 5135
125 Reykjavik
simi 91-25155/20735