Afturelding - 01.01.1987, Qupperneq 27

Afturelding - 01.01.1987, Qupperneq 27
einingu, þá er spurt hvernig? Eining okkar er ekki grundvölluð á „hvernig"; eining okkar er grund- völluð á „Hverjum.“ Einu höfði. Hvernig getur líkaminn verið meiri en einn? En Guði sé lof fyrir að þessi Iíkami er ekki bara einn Iimur Ég má ekki lúta kenni- valdi, heldur á ég að hlýða Ritningunni einni. eða einn fótur. Páll skrifar líka um það í Fyrra Korintubréfi: „Ef allur líkaminn væri auga, hvar væri þá heyrnin?" — Guði sé lof fyrir alla safnaðarmeðlimina okkar. Finnst þér Alheimskirkjuráðið vera lykillinn að þessari einingu? Nei, slíkur lykill er ekki til. Eng- inn þeirra getur sagt að hann eigi innblásturinn. Heilagur andi á hann. Þetta er eins og með gjafirn- ar. Þegar þeir spyrja: „Hve margar gjafir átt þú?“ þá segi ég „ekki eina einustu." Ég er þakklátur fyrir að vera laus við þá hugmynd að ég eigi gjafir. Ég hef þjónustu, það er það sem Guð gaf mér. Enginn skipaði mig í hana, enginn kaus mig. Þess vegna segir Suenens kardínáli: „Þú ert páfi Hvítasunnumanna hvort sem þú vilt viðurkenna það eða þeir vilja viðurkenna það. Guð hef- ur gert þig eins áhrifamikinn í Hvítasunnuhreyfingunni og Jó- hannes Páll páfi er í Kaþólsku kirkjunni. Hvert er hlutverk vakningar í ein- •ngu kirkjunnar? Vakning er slæmt orð. Það þýðir að þeir sem hafa fallið frá eða kirkj- ur sem hafa kólnað séu að vakna til 1 ífsins. En þetta er meira en vakn- 'ng. Þetta er endurnýjun. Jóhannes Páfi var mjög, mjög vitur að kalla bæn sína ekki bæn um umbætur eða vakningu. Hann bað um endurnýj- un í kirkjunni. Ég vil benda á það að hornstein undurnýjunarinnar er að finna í Opinberunarbókinni: „Ég gjöri alla hluti nýja... ég er Alfa og Ómega... Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífs- ins vatns. Sá er sigrar “ — ég segi venjulega sá sem sigrast á þorstan- un, því það er vandamálið — „mun erfa þetta, og ég mun vera hans Guð og hann mun vera minn sonur.“ Þetta er frelsi. Eining er ekki ein- ing þjónustunnar; hún er eining frelsisins. Síðasti boðskapur kirkj- unnar, á þeim tíma þegar vænta má brúðarinnar, er: „„Kom þú!“ Og sá sem heyrir segi: „Kom þú!“ Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann fær ókeypis lífsins vatn.“ Þetta er síðasti boðskapur- inn. Ef einhver — fimm mínútum áður en lúðurinn gellur og Jesús Drottinn er að starfa, og það besta er enn ókomið! kemur — þiggur vatn lífsins, endur- fæðist fyrir Heilagan anda — fimm mínútum áður — þá fer hann til himins. Engin skírn. Jesús eftirlét skírn sína í Heilögum anda, þegar hann steig upp til dýrðar og sendi hann (andann) aftur yfir kirkjuna. Jesús þurfti ekki á þeirri smurningu að halda í himninum. Þar prédikar enginn fagnaðarerindið. Enginn þarf á skírninni að halda til að fara til himins, þvi að skírnin er einung- is fyrir jarðneska þjónustu. Drykk- urinn er fyrir eilífðina, eilíft líf. Þess vegna segist ég núna vita að skírnin muni ekki verða almenn um allan heim. En ávöxtur andans er mikilvægari en skírnin. Þess vegna segir Páll: „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla." Kærleikurinn er ávöxtur andans. Kristur var ávöxtur andans allt sitt líf. Hann var fæddur af andanum, hann ólst upp í andanum og í þrjá- tíu ár vissi hann ekki hvert hann ætti að fara eða neitt, þangað til hann meðtók skírnina — sem er sönnun þess að skírn var ekki nauð- synleg fyrr en tími var kominn til að gegna þjónustu. Það var vígsla hans. Því segi ég núna, á hvítasunnu- dag skírði Kristur konur á nákvæm- lega sama hátt og karla og braut þar með niður takmarkanir þær sem Levítarnir settu á þátttöku í til- beiðslu. Fram að þeim tíma hafði það verið verk karlmanna eingöngu — engra kvenna. E.t.v. gátu þær verið áheyrendur, en aldrei þátttak- endur. En á hvítasunnudag skírði Kristur konur. Hvers vegna? Til þess að allir limir líkamans hlytu jafnmikla blessun. Og hann smurði mig til þess að flytja fátækum fagn- aðarerindið — það er lykillinn. Þess vegna trúi ég ekki á neina vígslu fyrir neina kirkju. Enginn ætti að hljóta vígslu nema hafa fyrst hlotið smurningu. En ég þekki milljónir sem hafa vígslu en enga smurningu. Nú segi ég þeim að til sé smurning. Maður nokkur lúth- erskur sagði við mig: „En ég öðlað- ist allt þetta þegar ég var barn.“ „Hvenær?“ spurði ég. Hann sagði: „Þegar ég var skírð- ur sem barn hlaut ég vatnsskírn, ég Driffjöður kirkjunnar ogþað sem umsneri veröldinni áðurfyrr tapaðist. endurfæddist, ég hlaut smurning- una, ég öðlaðist allt.“ Ég sagði: „Góði maður, ekki er það að sjá á þér. Þú ert svo skelfing eymdarlegur!" Og þá sagði einn vina hans: „Ég var fjörutíu og tveggja ára og hafði verið prestur í tólf ár þegar ég upp- götvaði að ég var ekki einu sinni endurfæddur." Þvílíkt! Þeir ættu að reka hann úr lúthersku kirkjunni! Þurfa menn á skírninni aö halda áður en þeir geta tekið að sér þjón- ustu? Einmitt. Einmitt. Og við — við Hvítasunnumenn — höfum klúðr- Frli. á bls. 30

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.