Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Qupperneq 31
Hjálpræðið meðtekið.
Þú þekkir e. t. v. einhvern, sem afneit-
ar Guði, segir það fulluin fetum, að liann
trúi ekki á Guð, og gerir mikið til þess
að veikja trú þína og annara, ef verða
mætti. Hann færir fram rök sín fyrir því,
að Guð sé ekki til, og fer óvirðulegum
orðum um hann og allt, sem þér er dýr-
mætast og heilagt. Þú hefur e. t. v. oft
reynt að telja um fyrir manni þessum, en
það liefur ekki orðið til annars en sýna
þér enn þá betur, hve hjarta hans er kalt
og fullt af viðurstyggð, og gefa honum tæki-
færi til þess að svívirða allt það, sem þér
er heilagt. E. t. v. hefur þú beðið fyrir
honum, en það liefur ekki borið árangur
ennþá, og vel getur verið, að þú sért bú-
inn að gefa upp alla von. Auðveldara er
fyrir úlfalda að ganga gegnum nálaraugað,
en þennan mann að ganga inn í Guðs ríki,
hugsar þú. — Og þekkir þú engan slíkan
mann, þá þekkir þú e. t. v. rnann, sem
lifir djúpt í synd. Hann stundar at-
vinnu, sem er óheiðarleg, græðir á tá og
fingri þrátt fyrir lands lög og rétt. Hann