Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 32
28
þekkir bæði lands lög og Guðs lög, en
sinnir hvorugum. Hann kemur ekki
þangað, sem Guðs orð er um liönd haft,
og komi hann, þá er hjarta hans svo harð-
læst, að það liefur engin áhrif. Það er eins
og öll von sé úti. Eða þú þekkir mann,
sem ólst upp við Guðs orð og góða siðu,
en leiddist síðar afvega og gengur nú fram
hjá Guðs orði, eins og það væri sorp, en
veltir sér I spillingu og gjálífi heimsins.
Léttúð hans er svo mikil, að alvarleg orð
og áminningar megna ekki annað en fram-
kalla hræsnissvip á andliti lians. Það virð-
ist vonlaust, að slíkur maður snúi sér til
Guðs. Þú Jítur yfir landið og athugar þjóð-
ina og sérð fyrir þér mildnn fjölda af
svona fólki og þér fellur allur ketill í eld.
Hvað verður úr þessu? Er nokkurs góðs
framar að vænta? Guðleysið, ranglætið og
spillingin grípur unga menn í öJlum stétt-
um, frá allskonar heimilum og með alls-
konar skapgerð. Er ekki úti um kristnina
í landi liér? Og er þá ekki úti um þjóð-
ina, andlega talað? Hvar lenda þessar dýr-
mætu sálir?
Yér megum til að minnast þess, að stund-
um hefur orðið merkileg breyting á þessu.
Yér megum ekki gleyma því, að jafnvel
guðlausir menn, sem voru svo sannfærðir