Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Síða 33
29
í vantrú sinni og guðleysi, sem unt er, því
að sannfæring þeirra er harla veik, sneru
sér til Guðs og urðu kristnir menn af al-
hug. Tökum til dæmis Pál postula. Hann
var ekki guðleysingi, en hann var þó án
Guðs, þegar hann var óvinur Krists og of-
sótti söfnuð Guðs, »óð inn í hvert hús og
dró þaðan hæði karla og konur og seldi í
varðhald« (Post. 8, 3). En Guð greip í taum-
ana og sneri Páli og gerði hann að post-
ula sínum, þeim er erfiðaði mest þeirra
allra. Jesús sagði: »Sannlega segi ég yður:
auðveldara er l'yrir úllalda að ganga gegn-
um nálarauga, en fyrir ríkan mann að
ganga inn í himnaríkið*. En er lærisvein-
arnir heyrðu þetta, urðu þeir forviða og
sögðu: »Hver getur þá orðið hólpinn*? En
Jesús leit til þeirra og sagði: »Fyrir mönn-
um er þetta ómögulegt, en fyrir Guði eru
allir hlutir mögulegir* (Matt. 19, 23—26).
Guð getur vakið hinn versta mann af synda-
svefninum og sýnt honum þær ægilegu af-
leiðingar, sem syndin hefur. Þá fer einnig
þessi maður, hve illur sem hann er, að
spyrja um Guð og um hjálp lians. Lífið er
oss kært, og enginn vill glatast. Þegar synd-
arinn sér, að hann á það á hættu, þá fer
hann að biðja og lesa Guðs orð, og þá vill
liann hlusta á boðskapinn.