Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Qupperneq 34
30
En Guði er ekki nóg, að syndarinn verði
hræddur og reyni til að forða sér. Syndar-
inn hræðist dauðann, dóminn og glötunina.
En syndin væri honum jafn kær og fyr, ef
afleiðingin fylgdi ekki. Guð vill sýna mann-
inum, live syndin er viðbjóðsleg, svo að
hann fari að hata syndina sjálfa og kjósi
að frelsast undan sekt hennar og valdi.
Enginn mannlegur máttur kemur því til
vegar, en Guði eru allir hlutir mögulegir.
Þetta er kallað vakning. Hún er einn
liðurinn 1 hjálpræði Guðs. Hann grípur inn
í líf mannsins og sannfærir hann um synd,
réttlæti og dóm. Maðurinn fær að sjá, live
verk hans og orð eru ötuð synd, og ekki
aðeins ötuð synd, heldur sprottin af synd,
þeirri synd, sem bjó í innsta eðli hans,
í huga hans, löngunum hans, ákvörðun-
um og allri iífsstefnu. Hann finnur, að
hann er langt frá Guði og vilja hans, girn-
ist, áformar og framkvæmir móti vilja Guðs.
Þetta á ekki við þá eina, sem berir eru
að ranglæti, siðspillingu eða vantrú. »Allir
hafa syndgað*, og þarfnast náðar. Þetta er
fyrsta náðin, að maðurinn fær að sjá synd-
ina í ljósi Guðs. Þverbrotnir syndarar, sem
hafa mikið á samvizkunni, ættu að geta
séð það, þótt erfiðlega gangi að snúa hug-
arfari þeirra. En miðlungsmenn, sem hafa