Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 37

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 37
1 33 hefur snúið vilja mannsins, ekki með valdi, heldur með samþykki mannsins sjálfs. Guð hefur sannfært hann um synd og um náð, svo að maðurinn hefur kosið að flýja til frelsarans til þess að losna við sekt og vald syndarinnar. Meðan hann var sjálfur að basla við að framkvæma fögur áform eða framleiða iðrun og tryggja sér aðgang að náð Guðs, mistókst allt. En það sem hon- um var ómögulegt, það gjörði Guð. En hvað er það, sem Guð gjörir, þegar syndarinn snýr sér til hans í nafni Jesú Krists með syndir sínar? Hann fyrirgefur, — því að »ef vér játum syndir vocar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að liann fyrir- gefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti«, I. Jóh. 1, 9. »Ég trúi á fyrirgefn- ingu syndanna«, segjum vér í játningunni. Fyrirgefning syndanua heitir og réttlœt- ing. Guð réttlætir syndarann af trú á Jes- úm Krist. Syndugur maður þarf ekki ann- að til þess að öðlast réttlætingu eða fyrir- gefningu en að játa syndir sínar í trausti til Guðs fyrir Jesúm Krist. Hann þarf ekki að gera neitt til þess að bæta málstað sinn hjá Guði, enda getur hann það ekki. »Yér álítum því«, eins og Páll postuli, »að mað- 3

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.