Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 39

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 39
35 verða elskuð börn hans fyrir það eitt að taka við Jesú Kristi frelsara vorum en syni Guðs. Svo einfalt er hjálpræði Guðs. Asamt réttlætingunni, fyrirgefningu syndanna í nafni Jesú Krists, veitir Guð barnarétt hjá sér, rétt til að vera Guðs barn. Barnið hef- ur óhindraðan aðgang til föður síns. Það getur komið til hans með allt, sem liggur því á hjarta: bænir í gleði og sorg, þakk- læti, lofgjörð og fyrirbæn. Það fær unað og sælu samfélagsins við föður sinn: í bæn og sakramenti og við lestur og boðun orðs- ins og í lofgjörð og starfi kristins safnaðar. Og barnið hefur erfðarétt. Það er eríingi eilífrar sæiu. En meðan það lifir á jörðu hér, bíður það í von þess hjálpræðis, sem það meðtekur síðar til fulls, þegar tími föðurins kemur. Þú sem átt barnaréttinn fyrir trúna á Jesúm Krist, gættu hans og notaðu hann. Ýmsir þeir, er stóðu gagnvart valinu uin það, að ganga Jesú Kristi á hönd eða ekki, hafa kviðið því að þeir íengju ekki staðið stöðugir í trúnni allt til enda, þó að þeir byrjuðu. En þeir sem völdu Krist, fengu að reyna það, sem postulinn sagði: *En sá, sem heldur oss ásamt yður fast við Krist og smurði oss, er Guð, sem og hefur inn- 3*

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.