Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 41

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 41
37 3, 3). Það er þessi nýji niaður, sem á að vaxa og þroskast, en það er jafnframt bani hins gamla manns. »En þeir, sem eru Krists Jesú, hafa krossfest holdið með ástríðum þess og girndum«, Gal. 5, 24. En sá, sem er krossfestur, er kominn að því að deyja. Fái Guð að vinna verk sitt, þá fullkomnar hann það og leiðir barn sitt fram fyrir dýrð sína lýtalaust í fögnuði. Honum sé fyrir Krist Jesúm, Drottin vorn, dýrð há- tign, máttur og vald fyrir allar aldir, nú og um allar aldirnar. Amen. Hvað verður þá um skírnina? Er hún strikuð út? Nei, vér skírum ungbörn, til þess að börnin eignist gjöf Guðs, Heilagan Anda, þegar á ómálga aldri, því að skírnin er það náðarmeðal, sem Guð notar til þess að framkvæma verk sitt, endurfæðingu. Hann fielsaði oss »fyrir laug endurfæðing- ar og endurnýjungar Heilags Anda* (Tít. 3,5,) Sama gildir um fullorðna menn, sem hafa ekki verið skírðir börn. Þegar þeir snúa sér til Guðs, þá ber þeim að taka skírn, til þess að Guð fái veitt þeim sömu náð og börnunum. Það þarf ekki að skíra nema einu sinni (Efes. 4, 5). Þó að skírt barn eða skírður maður tapi trúnni og samfé- laginu við Guð, þá þarf ekki að endur-

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.