Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 44

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 44
40 þær sem gera verður til persónuleika þeirra raanna, sem að kristniboðinu starfa, því það gefur að skilja, að ekki eru allir færir um að inna það vandaverk af hendi svo vel sé. — 2) í öðru lagi koma ýmsar kröf- ur, sem gera verður til undirbúningsins undir starfið, þ. e. sú menntun, sem mað- urinn verður að afla sér, til þess að hann geti notið sín í starfinu, og orðið að sem mestu gagni fyrir útbreiðslu Guðsríkis ineð- al heiðingjanna. — 3) í þriðja lagi gerir ástandið á kristniboðsakrinum sérstakar kröfur nú á dögum. Flest evangelisk kristniboðsfélög munu nú sammála um, að öllum kristniboðum sé nauðsynlegt að hafa köllun til starfsins, þ. e. sannfæringu um að Guð ætli manni þetta ákveðna hlutverk, að vera sendiboði hans meðal heiðnu þjóðanna. Ennfremur er kristniboðanum nauðsynlegt að eiga hjálpræðisvissu og trúarvissu, sannfæring- una um, að hann eigi lífið í Guði og þá auðvitað líka þann siðferðilega þrótt, sem þetta líf veitir öllum, sem lifa því í anda og sannleika. — Því meiri nauðsyn er hon- um á öllu þessu, þar sem margir Evrópu- menn lifa eins og skepnur, er þeir koma til lituðu þjóðanna. Það er ekki að ástæðu- lausu, að orðtæki hefur myndazt, er segir,

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.