Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 45

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 45
41 að menn skilji siðfræði sína eftir í Aden, er þeir ferðast til hinna fjarlægu Austur- landa. — Ennfremur veldur hið heiðna urn- hverfi því, að kristniboðunum er nauð- synlegt að eiga mikinn andlegan fjársjóð og innilegt trúarlíf, því oft eru þeir úti- lokaðir frá þeirri andlegu endurnæringu, sem veitist mönnum við samveru með öðr- um trúbræðrum sínum frá föðurlandi sínu. Kristniboðarnir verða líka að eiga það, sem þeir œtla að miðla öðrum. Þeir verða að rata þá leið, sem þeir ætla að leiða aðra. En þó kristniboðinn sé bæði trúmaður og góðmenni, þá er það ekki nóg. Hann verður líka að vera atkvæðamaður og hæfi- leikamaður, ef starf hans á að bera verulega mikinn ávöxt. Kringumstæðurnar nú á dög- um krefjast þess sem aldrei fyr. Hanu þarf að kunna að umgangast menn, — bæði »diplomata« nýlenduríkjanna og börn þeirra þjóða, sem hann starfar á meðal. Eins og Páll postuli þarf hann að kunna að sigrast á erfiðleikunum og nota bin mörgu góðu tækifæri, sem honum kunna að bjóðast. Kristniboðinn á að ala upp þjóð, sem er honum að mörgu leyti fjarskyld; liann þarf þessvegna að vera góður mannþekkjari og liafa hæfileika til að lifa sig inn í líf þeirra, sem hann ætlar að leiða til Krists. — Aldrei

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.