Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 47

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 47
43 sama málið. Verða Kristniboðar þar að kunna 4—7 tungumál, ef vel á að vera, og er það þýðingarlaust öðrum en all-góðum málamönnum að reyna að læra sum þeirra, því sumsstaðar vantar öll hjálpargögn ennþá, t. d. málfræði og orðabækur, — það er hlutverk kristniboðanna að kenna þessum þjóðum að lesa og skrifa, og varðar það miklu að allt sé tekið réttum tökum. Oft vantar alveg orð yfir sum aðalhugtök kristn- innar, eins og t. d. hugtakið »frelsari«*). Verða þá kristniboðarnir að mynda ný orð eða að fá þau lánuð úr öðrum málum. Allt þetta er hið mesta vandaverk. En jafnvel þó menn hafi nú allt þetta til að bera, sem er alveg nauðsynlegt til þess að þeir geti orðið kristniboðar og orð- ið til blessunar, þá er einnig nauðsyn, að þeir séu einnig líkamlega hraustir, ef vel *)Kristniboði einn, sem hafði kynnt sér vel Afríku- inál eitt, gat ómögulega fundið neitt orð í málinu yfir hugtakið -irelsari*. Þegar hann gekk í öngum sínum eftir árbökkum nokkrum, sá hann mann detta ofan í ána og annan mann bjarga honum. Þá heyrði hann hina innbornu nota orð, sem hann aldrei hafði heyrt áður. Orðið Jiýðir: »sá sem bjargar öðrum frá bráðum bana«. — Þetta orð gat hann nú notað til að jiýða orðið »frelsari« með. — Ennfremu vantar víða orð yfir hugtök eins og »Heilagur Andi« — fyrirgefning o. s. frv.

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.