Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 51

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 51
47 meinlausum þjóðarsiðum, sem mega hald- ast, og hinsvegar ýmsu, sem ekki fær sam- rýmzt kristindóminum. — Trúarbragða-vís- indin sýna oss, hvernig sagan endurtekur sig og gömul heiðin trúarbrögð koma fram í nýjum myndum, eins og t. d. forfeðra- trúin, sem kemur fram í spíritismanum og algyðistrúin indverska og gnóstisismi forn- aldarinnar endurspeglast í guðspekinni, svo ég nefni dæmi, sem ýmsir fræðimenn eru sammála um. Eu Kínverjar og Indverjar hafa meira en nóg af þessu hvorutveggja, aðeins enn þá betur hreinræktað innan um trúna á hjáguðina og kraftinn í náttúrunni. En takmark kristniboðsins er að leysa þá úr þessum þrældómi og gefa þeim Jes- úm Krist. t öðru lagi krefst starf nútíma kristni- boðans, að hann hafi tileinkað sér kristni- boðssöguna og þann mikla fróðleik, sem hún hefir að flytja. Eiginlega er kristniboðs- sagan einn þáttur kirkjusögunnar, en sem sjálfstæð vísindagrein leitast kristniboðs- sagan jafnan við að finna orsakirnar og hvatirnar til útbreiðslu kristindómsins. Hún spyr einnig um orsakir þess, að krist- indómurinn hefir sumsstaðar liðið undir lok, eins 0£ t. d. í Norður-Afríku víðast hvar. Kristniboðssagan spyr t. d. um orsakirnar

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.