Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 60

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 60
56 Jesús sjálfur. Margur er pó, sem ekki trúir þessum orðum Jesú. Pegar við lesum í 2. Pétursbréfi 1. kap. 16.—21. vers sjáum við, að postulinn trúir sannleiksorði Guðs, einlæglega, innilega og barnslega. Hann segir: »Pví að ekki fylgdum vér spaklega uppspunnum skröksögum, er vér kunngerðum yður mátt og komu Drott- ins vors Jesú Krists, heldur vorum vér sjón- arvottar að hátign hans, pví hann meðtók af Guði föður heiður og dýrð, pá er þvílík raust barst honum frá hinni hátignarfullu dýrð: »Pessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á*. Og pessa raust heyrðum vér sjálfir koma frá himni, pá er vér vorum með honum á fjallinu helga. Og pví áreiðanlegra er oss nú hið spámannlega orð, og pað er rétt af yður, að gefa gaum að pví eins og Ijósi, sem skín á myrkum stað, þangað til dagur ljómar og morgunstjarna rennur upp í hjörtum yðar. Vitið pað um fram allt, að enginn ritningarstaður verður pýddur af sjálf- um sér. Pví að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu menn frá Guði, knúðir af Heilögum Anda«. Og einmitt fyrir spádóma Biblíunnar, sem allt af eru að' rætast, sannar hún sannleiksgildi sitt. T.d. Jesaja, er hann spáir um komu Krists, segir hann: »Pví að barn er oss fætt,

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.