Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 80
76
Boromanna í Assan. Fagnaðarerindið er boðað þar
á þrem mjög ólíkum málum. Fyrst fengu Santal-
menn sitt ritmál og Biblíuna á þessu máli, nú
hefir Boroþjóðin einnig fengið Biblíuna þýdda á
sitt mál. Enn heíur nýlegai verið byggð ný s,töð
fyrir starfið meðal Boromanna,; er starfið meðal
þeirra mjög vænlegt ti,l góðs.
Fyrir 15 árum hóf Santalkristniboðið starf meðal
Hindúa, en þeir eru í miklum meirihluta. um allt
Indland. Það hefur verið erfitt starf á liðnum ár-
um, en nú birtir og yfir því. Siðastliðið ár voru
skirðir 70 Hindúar, og nú eru 400 við nám til una-
irbúnings skírnar.
Nú við 70 ára hátíðina getur Santalkristniboðið
skráð 55 kristniboða, 480 innlenda meðstarfendur,
21 kristniboðsstöð, 157 skipulagða söfnuði; 1936 voru
1776 skírðir; frá því kristniboðið hófst hafa 51000
verið skírðir; samtais eru nú 22 380 skírðir menn;
sunnudaga- og kristindómsskólar eru 44; nemendur
1403; skólar 124; nemendur í þeim 4666; sjúkra-
hús 2, lækningastofur 7; ein holdsveikranýlenda,
sjúklingar þar 350, læknar 3, hjúkrunarmenn 26.
í sambandi við afmælið voru haldnar hátíðlegat
guðsþjónustur. Formaður Santa,lkristni,boðsins er
séra H. E. Wislöfí, og aðalframkvæmdastjóri er
séra J. Ofstad.
Frá Þýzkalandi.
Undir forystu biskupanna: Marahrens, Meisers
og Wurms hefur játningakirkjan ráðizt gegn riti
Alfreds, liosenbergs, »Rómar-pílagrímar mótmæl-
enda«. Meðal annars segir svo:
»Vér beinum þvi þeirri alvarlegu spurningu fast
til allra samþjóðarmanna, sem vilja enn varðveita
kristindóm sinn: Viljið þér vitnai ásamt oss, að sú
heimsskoðun, sem Rosenberg flytur, er ekki kristi-