Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1962, Page 15

Muninn - 01.05.1962, Page 15
Yar þeim tekið fegins höndum af körlum (en konum?), enda stiginn dans á eftir í setustofunni. Góð hljómsveit. Hinn 2. marz kom ekki á Sal Jens Páls- son, mannfræðingur. hess í stað dró hann niður á kennarastofu hvern bekkinn á fætur öðrum ogklippti af haus sérhvers karlmanns væna hárlufsu og hvessti augun á augu þeirra. Þar eð hann treysti eigi háralit kvennanna, fengu þær að hafa hár sitt ó- skert. Fyrr um morguninn var á lians veg- um stefnt suður á sjúkrahús öllum hrein- ræktuðum Norðlendingum og tekin af þeim blóðprufa. Næsta dag, 3. marz, var mikið á seyði. í lok finnnta tíma var hringt á Sal og allir hvattir til kirkjusóknar daginn eftir. Car- mina classis sextae kom út þennan dag eftir þungar fæðingarhríðir. Um kvöldið liélt fjórði bekkur dansleik. Góð skemmtiatriði voru. Var fluttur leikþáttur, „Saumaklúbb- urinn“, sem strákar léku, lesin npp saga og dans. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar var 4. marz og fóru þá að sjálfsögðu margir til kirkju. Bolludagur var 5. rnarz, aldrei þessu vant. Snennna morguns var farin hin háðu- legasta herför vorra tíma, en málavextir eru sem hér segir: Kl. 6 lögðu af stað með há- vaða þeir Kvennavistarbúar, er náðst höfðu á fætur án liávaða. Heimildir greinir á um vopnabúnað, en hitt er fullvíst, að haldið var niður Ástarbraut og skyldi Gömluvist- arbúum troðið undir rúm sín og veittur annar ágangur. Er að aðaldyrum skólans kom, hljóp fram óvæntur fjandmaður og smellti í lás við nefið á foringja liðsins. Eigi létu kvinnurnar hugfallast við svo búið, heldur lögðu til inngöngu kjallaramegin. En liinn sarni fjandmaður var þegar þar fyrir og greip í öxl fyrrnefnds foringja og vísaði á dyr. Máttu þær við svo búið hörfa heim við engan orðstír. Reynt skyldi að þegja málið í hel, en konur eru konur. . Útvarp „Oriorí' og starjsmenn. — Frá vinstri: Gunnar Eydal (dr. Hallgrimur Helgason), Guð- mundur Friðgeirsson (Stefán Jónsson), Gréta Sturlu- dóttir (Ragnheiður Asta Pétursdóttir), Jóhann H. Jóhannsson (Sigurður Sigurðsson), Þráinn Þorvalds- son (Vilhjálmur Þ.) og Jón Kristjánsson (Dagfinnur Sveinbjörnsson). Á öskudag, 7. marz, sendi Orion, útvarps- fyrirtæki 4. bekkjar, út um nýja stöð, srníð- aða af Einari fiff, þar eð fyrrverandi Útvarp Andeby hafði gengið sér til húðar. Reynd- ist hin nýja stöð hæf til að útvarpa sýnis- hornum af snilld 4. bekkjar. Þau tíðindi gerðust 8. marz, að Sigurður L. Pálsson yfirkennari hóf aftur kennshi eftir tveggja ntánaða sjúkleika. Bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa á ný. Sama dag höfðu tæp 20% nemenda lagzt í inflúenzu, og var af þeim sökum frestað komu fulltrúa M. R. í nemendaskiptum, en þeir höfðu boðað komu sína þennan dag. Listkynning var í setustofunni 9. marz. Friðrik Þorvaldsson kennari flutti tölu nokkra, hæfilega langa, um þrjú þýzk eftir- stríðsskáld, og Ragnheiður Heiðreksdóttir, VL A., las dúfnaveiðasögu eftir eitt þeirra. Þá kynnti Magnús Kristinsson, V. B., Beet- hoven nokkrum orðum, og leikin var sónata eftir hann (þ. e. a. s. Beethoven) af plötu. Spurningasalur var 10. marz. Gunnar for- maður Rafn las upp hinar fjölmörgu og gáfulegu spurningar. Menn hlógu. Skóla- meistari svaraði. MUNINN 87

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.