Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 19

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 19
Heimtar hann síðan annan vindil, en þar sem aðeins er einn eftir í pakkanum, þykir rétt, að sá hljóti hann, er bezta geri vindlavísuna. Verður Friðrik hlutskarpast- ur, en hann kveður: Tóbak andann eykur, þótt ýmsum þyki frat. Svífur sætur reykur sálar inn um gat. Finari gazt ekki allskostar að úrslitunum, og yrkir þá Magnús: Filfarans er lundin leið leirinn telur snilli. Einar svarar í fússi: Magnúsi er gatan greið glappaskota milli. Friðrik púar vindilinn liinn ánægðasti, en hefur líklega ekki orðið gott af honum, ef dæma má af vísu þessari: Mér er tíðum um og ó, er í kolli þoka. Einhversstaðar á ég þó andagift í poka. Síðan seilist hann í pokann: Fjúka ljóð hjá Friðgeiri. Finnst mér þó á lyktinni, að ekki muni allskostar óðarsmíðin vönduð þar. Friðgeir lætur ekki standa á svarinu: Friðrik semur bannsett bull og barinn leir um snilli mína. Ferlegt er hans samansull sinnar glópsku drekkur full. Einar lítur út um gluggann og sér þar standa A-200, og fæðist þá vísa þessi: Lækningamenntun mannsins er fín um miðja daga og seint að kveldi. Fenoxcillin og fenoxcillin, fenoxcillin í öðru veldi. Kristinn biður Sigurð um neftóbak af mikilli auðmýkt: Áttu í nefið, öðlingur? Ætlarðu að gefa vini? Sendu stefið suðvestur Siggi af Evukyni. Nú hefur Egill upp raust sína og sendir Kristni kveðju: Kynorku og kvenhylli Kristinn hefur rneira en nóga. Kristinn svarar í skyndi: Egill marga munnfylli af mærðargrútnum lætur róa. Og Kristinn heldur áfram: Egill skjótur yrkir níð um andans tröll. Hafið þið séð hundaþúfu lierja á fjöll? En Egill er ekki af baki dottinn: Mikið á Kristinn af montinu, móðurinn færist í andlausu tröllin. En hundaþúfurnar þingeysku eru þéttari fyrir en svarfdælsku fjöllin. Kristinn lætur þó ekki lengi eiga hjá sér: Oðardísin enn vill granda Egils hvofti. Með næsta lítið nýtum anda en nægu lofti. MUNINN 91

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.